Aðgengi hreyfihamlaðra

Innst í Ásbyrgi er búið að útfæra stíg að útsýnispalli yfir Botnstjörn þannig að hann uppfylli kröfur fyrir aðgengi einstaklinga með gönguhömlun. Stígurinn er með þjappaðri mjöl, handriðum þar sem þess þarf og bekkjum með 100 m millibili.

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða er við innsta hluta Ásbyrgis. Einnig eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Gljúfrastofu, í Vesturdal, Hólmatungum og Dettifoss að austan en öll þarfnast þau úrbóta.

Í Gljúfrastofu og á tjaldsvæði í Ásbyrgi eru salerni aðgengileg öllum. Ennfremur eru þannig salerni á eftirtöldum áningarstöðum, sem þó þarfnast úrbóta og betri aðkomu:

  • við Dettifoss beggja megin
  • í Hólmatungum
  • á tjaldsvæði í Vesturdal (Hljóðaklettar)