Vetraraðstæður við Dettifoss

Á gönguleiðinni að Dettifossi. Myndin var tekin 18. janúar 2020.
Á gönguleiðinni að Dettifossi. Myndin var tekin 18. janúar 2020.

Ófært er fyrir alla venjulega bíla að Dettifossi um þessar mundir og töluverður snjór á svæðinu. Ganga að Dettifossi er um einn kílómeter að lengd hvora leið. Mikilvægt er að fylgja stikum sem landverðir hafa sett upp í snjónum og ekki er verra að vera á mannbroddum.

Búið er að loka niður í fosshvamm Dettifoss vegna ísa. Einnig er búið að loka leið D3/L3 norðan Dettifoss og um Hafragilsundirlendi.

---

Þurrsalernin við Dettifoss að vestan eru lokuð. Ástæðan er sú að safntankar undir þeim fylltust af vatni þegar asahláku gerði í mars og ekki er hægt að koma tæki á staðinn til að tæma tankana.

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?