Vetraraðstæður við Dettifoss

Gönguleiðin vestan Sanddals. Myndin var tekin 2. nóvember 2019.
Gönguleiðin vestan Sanddals. Myndin var tekin 2. nóvember 2019.

Í Jökulsárgljúfrum er veturinn kominn og fyrstu vegir og gönguleiðir orðnar ófærar og lokaðar. Vegur 864 austan Jökulsár er lokaður og sama á við um veg 862 að norðanverðu milli Dettifoss og Ásbyrgis.  Sunnanvert á vegi 862, milli Dettifoss og Mývatnsöræfa, er takmörkuð vetrarþjónusta og þegar gerir skafrenning getur færð spillst hratt. Heimsækið www.vegagerdin.is fyrir nýjustu upplýsingar.

---

Gönguleiðir D1 og D2 að Dettifossi og Selfossi eru opnar en göngufærið er ekki gott.  Að Dettifoss er 1000m ganga aðra leið, og er hún öll á snjó og klaka og fer upp og niður brekkur. Því er nauðsyn að fólk sé í sæmilegu líkamlegu formi og vel skóað. Mælt er með notkun hálkubrodda.

Búið er að loka niður í fosshvamm Dettifoss vegna ísa. Einnig er búið að loka leið D3/L3 norðan Dettifoss og um Hafragilsundirlendi.

---

Við Dettifoss að vestan eru opin þurrsalerni.

Opið er í Gljúfrastofu 11-15 alla virka daga til og með 20. desember.

Búið er að loka salernum inn við botn Ásbyrgis og snyrtihúsinu við tjaldsvæðið.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?