Vetraraðstæður við Dettifoss

Á gönguleiðinni að Dettifossi. Myndin var tekin 18. janúar 2020.
Á gönguleiðinni að Dettifossi. Myndin var tekin 18. janúar 2020.

Ófært er fyrir alla venjulega bíla að Dettifossi um þessar mundir. Nokkur snjór er á svæðinu, en það er mest harðfenni og því ekki svo erfitt að ganga að fossinum. Gangan er um einn kílómeter að lengd hvora leið. Mikilvægt er að fylgja stikum sem landverðir hafa sett upp í snjónum og ekki er verra að vera á mannbroddum.

Búið er að loka niður í fosshvamm Dettifoss vegna ísa. Einnig er búið að loka leið D3/L3 norðan Dettifoss og um Hafragilsundirlendi.

---

Við Dettifoss að vestan eru opin þurrsalerni.

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?