Hjarn og hálka í Ásbyrgi

Ásbyrgisvegur, föstudaginn 24. janúar 2020. Langur skafl er á veginum samhliða tjaldsvæðinu og sunna…
Ásbyrgisvegur, föstudaginn 24. janúar 2020. Langur skafl er á veginum samhliða tjaldsvæðinu og sunnan hans tekur við kúptur klakabunki sem erfitt er að keyra eftir. Hægt er að skælast inn úr á jeppa en þá þarf að fara afar varlega svo bíllinn skríði ekki út af. Vissara er fyrir ökumenn á smærri bílum að hlíta aðvöruninni.

Hjarn er yfir flestum gönguleiðum í Ásbyrgi og svellbunkar þess á milli. Sama á við um  Ásbyrgisveg (861) sem er ófær öllum venjulegum bílum.

 

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?