Dettifoss -OPIÐ!

Vatnsflaumur í Sanddal. Mynd tekin 19. apríl 2019.
Vatnsflaumur í Sanddal. Mynd tekin 19. apríl 2019.

 

Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi, en svæðinu var upphaflega lokað seinni part dags sl. mánudag vegna asahláku. Opnað var á ný að morgni skírdags en sú opnun stóð ekki lengi yfir því í lok dags hafði bætt svo mikið í vatnsflauminn að loka þurfti á ný.

Rétt er að taka fram að þrátt fyrir að búið sé að opna á ný þá eru aðstæður á svæðinu engan veginn fullkomnar. Stígar eru á löngum köflum mjög blautir og sumstaðar þarf að víkja af hefðbundnum leiðum til að komast að fossinum. Þar er eins og alltaf mjög mikilvægt að fylgja leiðbeiningum sem landvörður hefur sett upp. Eins er rétt að ítreka það að að sumstaðar er smá klöngur á grjóti og því aðeins fyrir þá að fara um sem eru öruggir til gangs.

Myndin sem hér fylgir var tekin seinni parts dags í gær, en þá var farið að flæða yfir hjáleiðina sem landvörður var búinn að setja upp. Ferðmenn komist því ekki nær Dettifossi en 400 metra frá bílastæðinu, en þá er eftir um 800 metra gangur að fossinum.

 

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?