Nýjustu upplýsingar fyrir ferðamenn í Jökulsárgljúfrum/Ásbyrgi

Byggingu nýs salernishúss við Dettifoss vestanverðan miðar ágætlega. Mynd tekin 20. júlí 2020.
Byggingu nýs salernishúss við Dettifoss vestanverðan miðar ágætlega. Mynd tekin 20. júlí 2020.

ÁSBYRGI

Gljúfrastofa:Gljúfrastofa er opin alla daga frá 10 til 16. Landvörður er á vakt á svæðinu alla daga og er hægt að ná í hann í síma 470 7100. Salerni innst í Ásbyrgi eru opin allan sólarhringinn.

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi: Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er opið og með fullri þjónustu. Sökum fjöldatakmarkana er hámarksfjöldi gesta 100 manns.

Gestir eru minntir á að minnst 4 metrar eiga að vera á milli húsbíla og vagna, 3 metrar á milli tjalda. Eins eru gestir hvattir til að þvo sér vel um hendur og nota sótthreinsispritt. Og að sjálfsögðu höldum við áfram að virða 2 metra regluna!

 

VESTURDALUR/HLJÓÐAKLETTAR

Vegir: Vegur 888 að Vesturdal og Hljóðaklettum er opinn fyrir dagsumferð, sem og nýr vegur upp á Langavatnshöfða. Athugið að eindrifsbílar geta lent í vandræðum til baka upp úr Vesturdal því brekkan er brött og lítið grip í mölinni. 

Tjaldsvæðið í Vesturdal: Salernishús næst brekkunni í dalinn er opið en salernin nær Hljóðaklettum eru lokuð þar sem endurnýja þarf vatnslagnir samhliða vegagerð.

 

HÓLMATUNGUR

Vegurinn í Hólmatungur er fær fyrir alla bíla með sæmilega veghæð. Þurrsalerni við Hólmatungur eru opin.

DETTIFOSS

Gönguleiðir: Allar gönguleiðir við Dettifoss eru opnar.

Salerni: Þurrsalernin við Dettifoss að vestan eru opin. Salerni við Dettifoss að austanverðu eru einnig opin.

Vegir: Dettifossvegur (862) er greiðfær frá þjóðvegi 1 að Dettifossi. Vegslóði að Hafragilsfossi var opnaður 29. maí. Vegur frá Dettifossi í Ásbyrgi er fær 4x4 bílum, en aka þarf um framkvæmdasvæði á hluta leiðarinnar.

 

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?