Nýjustu upplýsingar fyrir ferðamenn í Jökulsárgljúfrum

Í Sanddal, á gönguleiðinni að Dettifossi, 16. apríl 2021. Landvörður búinn að grafa skurð til að ræs…
Í Sanddal, á gönguleiðinni að Dettifossi, 16. apríl 2021. Landvörður búinn að grafa skurð til að ræsa fram vatn.

DETTIFOSS

Gönguleiðir: Aðstæður eru síbreytilegar þessa dagana. Leiðir eru að mestu undir snjór og hann getur verið mjög blautur. Best er að vera á ferðinni snemma dags. Stikur vísa leiðina að Dettifossi.

Salerni: Salerni við Dettifoss að vestanverðu eru opin. Salerni við Dettifoss að austanverðu eru lokuð.

Vegir: Sjá vef Vegagerðarinnar.

 

ÁSBYRGI
Gönguleiðir:
Þessa dagana er snjó að taka upp og frost að fara úr jörðu. Við þær aðstæður eru göngustígar viðkvæmir og víða aurbleyta. Aðstæður eru skástar nyrst í Ásbyrgi en versna eftir því sem innar dregur. Þetta á sérstaklega við um stígana í kringum Botnstjörn, en næst tjörninni er ennþá töluverður snjór og hálka er í brekkunni niður að útsýnispallinum.

Gljúfrastofa og salerni: Gljúfrastofa er opin alla virka daga frá 11 til 15. Hægt er að hafa samband í síma 470 7100. Snyrtihúsið við tjaldsvæðið er opið og þar er hægt að komast á salerni allan sólarhringinn. Salerni við bílastæðið innst í Ásbyrgi (við Botnstjörn) eru lokuð.

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi: Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er lokað fyrir umferð, enda frost að fara úr jörðu. Fyrirhugað er að opna tjaldsvæðið 14. maí 2021 (og mögulega fyrr ef aðstæður leyfa).

Ásbyrgisvegur: Vegurinn er fær öllum venjulegum bílum.

 

 

VESTURDALUR/HLJÓÐAKLETTAR

Vegir: Ófært.

Salerni: Búið er að taka vatn af öllum salernum í Vesturdal og þau því lokuð.

Tjaldsvæðið í Vesturdal er lokað.

 

 

 

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?