Ásbyrgi að morgni miðvikdags, 18. nóvember 2020.
ÁSBYRGI
Ásbyrgisvegur: Vegurinn er ófær frá Gljúfrastofu og inn að Botnstjörn, nema fyrir mikið breytta jeppa (38" og stærra).
Gljúfrastofa: Gljúfrastofa er opin alla virka daga frá 11 til 15. Hægt er að hafa samband í síma 470 7100.
Botnstjörn: Búið er að loka salernum við bílastæðið innst í Ásbyrgi (við Botnstjörn).
Tjaldsvæðið í Ásbyrgi: Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er lokað. Fyrirhugað er að opna á ný 14. maí 2021 og mögulega fyrr ef aðstæður leyfa (ræðst af snjóalögum og hversu snemma vorar).
VESTURDALUR/HLJÓÐAKLETTAR
Vegir: Ófært.
Salerni: Búið er að taka vatn af öllum salernum í Vesturdal og þau því lokuð.
Tjaldsvæðið í Vesturdal er lokað.
DETTIFOSS
Gönguleiðir: Allt á kafi í snjó, engar stikur.
Salerni: Búið er að fjarlægja gömlu salernin við Dettifoss að vestanverðu. Vinna við ný salerni liggur niðri vegna vetraraðstæðna en stefnt er á að taka þau í notkun vorið 2021. Salerni við Dettifoss að austanverðu eru lokuð.
Vegir: Sjá vef Vegagerðarinnar.
Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur
Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.