Upplýsingar fyrir ferðamenn í Jökulsárgljúfrum

Göngustígur að Botnstjörn. Mynd tekin 23. nóvember 2021.
Göngustígur að Botnstjörn. Mynd tekin 23. nóvember 2021.

DETTIFOSS

Gönguleiðir að vestanverðu: Snjóföl á gönguleiðum og hált undir. Mælt er með notkun mannbrodda. Landvörður hefur stikað leiðina að fossinum og er best að fylgja henni.

Salerni: Salerni vestanvert við Dettifoss eru opin. Salerni að austanverðu eru lokuð til næsta sumars.

Vegir: Sjá færðarkort Vegagerðarinnar. Einnig er hægt að taka stöðuna á þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum á vefmyndavél Vegagerðarinnar en hafa þarf í huga að Dettifossvegur nýtur ekki sömu þjónustu og þjóðvegur 1 hvað varðar snjómokstur.

 

ÁSBYRGI
Gönguleiðir:
Snjór á öllum gönguleiðum. Hált undir, en ekki sérstök ástæða til að mæla með notkun mannbrodda.

Gljúfrastofa og salerni: Fram til 20. desember er Gljúfrastofa opin alla virka daga frá 11 til 15. Lokað er um jól og áramót en opnað verður á ný mánudaginn 3. janúar. 
Salerni í Ásbyrgisbotni eru lokuð til næsta vors.

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi: Lokað til næsta vors.

Vegir: Vefmyndavél Vegagerðarinnar við Skinnastað í Öxarfirði gefur hugmynd um færð á þjóðvegi 85 við Ásbyrgi.

 

LANGAVATNSHÖFÐI - VESTURDALUR - HLJÓÐAKLETTAR

Gönguleiðir: Snjór á öllum gönguleiðum.

Vegir: Vesturdalsvegur er ófær og lokaður af öryggis- og náttúruverndarástæðum. Langavatnshöfðavegur er illfær.

Salerni: Lokuð til næsta vors.

Tjaldsvæðið í Vesturdal: Lokað.

 

HÓLMATUNGUR

Vegir: Sjá færðarkort Vegagerðarinnar.

Salerni: Gamla salernishúsið hefur verið fjarlægt. Nýtt salernishús verður reist við nýtt bílastæði fyrir sumarið 2022.

 

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?