Mikilvægar upplýsingar fyrir ferðamenn í Jökulsárgljúfrum

Horft yfir tjaldsvæðið af veginum niður brekkuna í Vesturdal. Unnið er að því að endurbyggja veginn …
Horft yfir tjaldsvæðið af veginum niður brekkuna í Vesturdal. Unnið er að því að endurbyggja veginn og verður lagt slitlag á hann seinna í sumar. Mynd tekin 8. júlí 2020.

ATHUGIÐ: Vegna framkvæmda er vegur 888, frá tjaldsvæði í Vesturdal að Hljóðklettum, lokaður um óákveðinn tíma.

 

ÁSBYRGI

Gljúfrastofa:Gljúfrastofa er opin alla daga frá 9 til 17. Framkvæmdir við nýtt bílastæði standa nú yfir og því er bílum lagt á bráðabirgða-bílastæði norðaustan við húsið, milli Gljúfrastofu og Skógarvarðahússins / Handverkshúss Heimaxar. Stefnt er á að malbika nýja bílastæðið 9. - 10. júlí. 

Landvörður er á vakt á svæðinu alla daga og er hægt að ná í hann í síma 470 7100. Salerni innst í Ásbyrgi eru opin allan sólarhringinn.

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi: Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er opið og með fullri þjónustu. Hámarksfjöldi gesta er 500 manns. Gestir eru minntir á að minnst 4 metrar eiga að vera á milli húsbíla og vagna, 3 metrar á milli tjalda. Eins eru gestir hvattir til að þvo sér vel um hendur og nota sótthreinsispritt. Og að sjálfsögðu höldum við áfram að virða 2 metra regluna!

 

VESTURDALUR/HLJÓÐAKLETTAR

Vegir: Vegur 888 að Vesturdal og Hljóðaklettum er lokaður um óákveðinn tíma vegna framkvæmda.

Tjaldsvæðið í Vesturdal: Tjaldsvæðið í Vesturdal er að hluta til opið, þ.e. hægt er að tjalda á svæðinu næst landvarðahúsinu. Salernishús næst því svæði eru opin en salernin nær Hljóðaklettum eru lokuð þar sem endurnýja þarf vatnslagnir samhliða vegagerð. Tjaldgestir mega búast við truflunum vegna umferðar vinnuvéla og vörubíla frá því upp úr kl. 7 á morgnana og fram til kl. 20 á kvöldin, jafn virka daga sem um helgar. Þjóðgarðurinn mælir því frekar með því að fólk tjaldi í Ásbyrgi ef það á þess kost.

 

HÓLMATUNGUR

Vegurinn í Hólmatungur er fær fyrir alla bíla með sæmilega veghæð. Þurrsalerni við Hólmatungur eru opin.

 

DETTIFOSS

Gönguleiðir: Búið er að opna allar gönguleiðir við Dettifoss.

Salerni: Þurrsalernin við Dettifoss að vestan eru opin. Salerni við Dettifoss að austanverðu eru einnig opin.

Vegir: Dettifossvegur (862) er greiðfær frá þjóðvegi 1 að Dettifossi. Vegslóði að Hafragilsfossi var opnaður 29. maí. Vegur frá Dettifossi í Ásbyrgi er fær 4x4 bílum, en aka þarf um framkvæmdasvæði á hluta leiðarinnar.

 

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?