Eyjan í Ásbyrgi. Mynd tekin 9. júní 2022.
DETTIFOSS
Gönguleiðir að vestanverðu: Gönguleiðir við Dettifoss eru allar greiðfærar.
Salerni: Salerni beggja vegna við Dettifoss eru opin.
ÁSBYRGI
Gönguleiðir: Gott ástand á öllum gönguleiðum.
Gljúfrastofa og salerni: Gljúfrastofa er alla daga frá 9 til 18. Afgreiðslutími styttist 1. september.
Salerni í Ásbyrgisbotni eru opin allan sólarhringinn.
Tjaldsvæðið í Ásbyrgi: Opið. Bóka skal og greiða fyrir þjónustuna á www.parka.is/asbyrgi.
LANGAVATNSHÖFÐI - VESTURDALUR - HLJÓÐAKLETTAR
Gönguleiðir: Nýr göngustígur á Langavatnshöfða (300 metra langur, malbikaður) er greiðfær alla leið að útsýnisstað ofan Hljóðakletta. Stígar í Hljóðaklettum eru þurrir og greiðfærir.
Salerni: Opin.
Tjaldsvæðið í Vesturdal: Opið, en einungis fyrir tjöld. Ekki er hægt að keyra bíla inn á tjaldflatirnar.
HÓLMATUNGUR
Gönguleiðir: Gönguleiðin í Hólmatungur hefst við norðurenda nýja bílastæðisins. Þaðan er gengið eftir malbikuðum stíga að nýjum útsýnisstað og svo í norðvestur (til vinstri) sem leið liggur í Hólmatungur (sjá kort).
Salerni: Gamla salernishúsið hefur verið fjarlægt. Nýtt salernishús verður reist seinna í sumar.
Athugið að oft má finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra sem sýna aðstæður: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur
---
Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar.
Dettifossvegur 862: Sjá færðarkort Vegagerðarinnar. Einnig er hægt að taka stöðuna á þjóðvegi 1 á Mývatnsöræfum á vefmyndavél Vegagerðarinnar en hafa þarf í huga að Dettifossvegur nýtur ekki sömu þjónustu og þjóðvegur 1 hvað varðar snjómokstur.
Vegir við Ásbyrgi: Vefmyndavél Vegagerðarinnar við Skinnastað í Öxarfirði gefur hugmynd um færð á þjóðvegi 85 við Ásbyrgi.
Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.