- Svæðin
- Skaftafell
- Jökulsárlón / Hornafjörður
- Jökulsárgljúfur
- Ódáðahraun / Krepputunga
- Snæfell / Lónsöræfi
- Laki / Eldgjá / Langisjór
- Nýidalur / Vonarskarð / Tungnaáröræfi
- Vatnajökull | Hörfandi jöklar
- Skipuleggja heimsókn
- Fræðsla
- Stjórnsýsla
Skjálftasetrið á Kópaskeri og Gljúfrastofa í Ásbyrgi unnu í samvinnu og með aðstoða kennara úr Öxarfjarðarskóla að kennsluverkefni í tengslum við heimsókn nemenda á þessi tvö fræðslusetur. Verkefnið var styrk af NEED, Menningarráði Eyþings og Norðurþingi. Verkefnið gengur út á það að kynna fyrir nemendum starfsemi Skjálftaseturs og Gljúfrastofu með sérstakri áherslu jarðskjálfta og þar af leiðandi Kópaskersskjálftann sem skók Norðausturland 13. janúar 1976. Inn í þetta fléttast svo fræðsla um ýmis jarðfræðifyrirbrigði í nágrenni Kópaskers og Ásbyrgis.
Framkvæmd verkefnisins er þannig að á einum degi komi nemendur í heimsókn á báða þessa staði. Þar taka starfsmenn á móti nemendum, kynna þeim sýningarnar og leggja síðan fyrir þau verkefni sem tengjast því fræðsluefni sem er til staðar á sýningunum. Æskilegt er að kennarar samþætti kennslu sína í tengslum við heimsóknina, með undirbúningi í kennslustofu (2-4 kennslustundir) áður en í ferðina er farið sem og með úrvinnslu þegar heim er komið.
Miðstig grunnskóla (4.-7. bekkur). 20-30 nemendur í hóp. Í fámennum skólum væri möguleiki á að taka inn nemendur úr neðri og efri bekkjum.
Megin markmið þessa verkefnis er að fræða grunnskólanemendur um jarðskjálfta og eldgos og áhrif þeirra á mannskepnuna, umhverfið og landslag. Með því að heimsækja svæði þar sem áhrif jarðskjálfta og eldgosa eru sýnileg, bæði í landslagi og í menningu, næst sterkari upplifun og betri tengsl við námsefnið.
NEED stendur fyrir verkefnið Northern Environment Education Development sem var styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP). Verkefnið stóð yfir í þrjú ár, frá byrjun árs 2008 til loka 2010. Starfssvæði verkefnisins á Íslandi voru Vatnajökulsþjóðgarður og byggðarlög í nágrenni hans, Fljótsdalshérað, Skaftárhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Norðurþing. Önnur þátttökulönd voru Finnland, Noregur og Írland.
Markmið verkefnisins var að bæta og auka umhverfiskennslu og nýsköpun á sviði fræðandi ferðaþjónustu í samstarfi við tengda aðila með áherslu á jarðfræðisögu, mótun lands og umhverfismál. Með slíkri miðlun er leitast við að hafa áhrif á viðhorf ferðamanna til umhverfis og sjálfbærrar nýtingar.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu NEED verkefnisins.
Hér fyrir neðan eru skjöl sem tengjast verkefninu.