Dagskrá landvarða

Hér að neðan má sjá skipulagða fræðsludagskrá landvarða í Jökulsárgljúfrum sumarið 2021. Dagskráin er í boði frá 25. júní til 9. ágúst og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Barnastund í Ásbyrgi

Daglega kl. kl. 11:00 – 12.00

Á hverjum degi geta hressir krakkar á aldrinum 6-12 ára rannsakað náttúruna með landverði og farið í skemmtilega leiki. 
Hittumst kát við stóra snyrtihúsið á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi.

 

Síðdegisrölt í Ásbyrgi
Daglega kl. 16:30

Stutt og létt kvöldganga í Ásbyrgi, 1,5-2 klst.
Lagt er af stað frá stóra snyrtihúsinu á tjaldsvæðinu. Hver ganga er auglýst sérstaklega í Gljúfrastofu og í stóra snyrtihúsinu á tjaldsvæðinu. Íslensk leiðsögn.

Dettifoss

Minn forni vinur
Daglega kl. 13:00
Landvörður fylgir gestum að Dettifossi og útskýrir þá krafta sem hafa myndað fossinn og mótað umhverfi hans.
Lagt er af stað frá bílastæðinu við Dettifoss vestanverðan.