Jökulsárlón/Breiðamerkursandur

Jökulsárlón og svæðið þar í kring er nýjasta viðbótin við Vatnajökulsþjóðgarð, en Breiðamerkursandur bættist við þjóðgarðinn sumarið 2017. Svæðið er aðgengilegt allt árið, enda liggur þjóðvegur 1 um Breiðamerkursand.

Landverðir eru á svæðinu nær alla daga ársins, á sumrin að jafnaði frá 9 til 18, og á veturna frá 9 til 17. Fyrir kemur að landverðir þurfi að sinna öðrum svæðum á Breiðamerkursandi, og því ekki víst að þeir séu við Jökulsárlón allan daginn.

Vatnssalerni eru við Jökulsárlón og einnig við Fjallsárlón. Á báðum stöðum er einnig einkarekin veitingasala og bátsferðir eru í boði á lónunum.

Símanúmer landvarða á Breiðamerkursandi er: 842-4355.

Svæðið sem bætt var við Vatnajökulsþjóðgarð sumarið 2017