Jökulsárlón

Engar merktar gönguleiðir eru á austurbakka Jökulsárlóns, en á vesturbakka lónsins er annar endi leiðar sem kallast Breiðármörk. Gönguleiðin Breiðármörk liggur milli Fjallsárlóns og Jökulsárlóns. Hún er samstarfsverkefni Ríkis Vatnajökuls, Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Náttúrustofu Suðausturlands og Vatnajökulsþjóðgarðs. Verkefnið var styrkt af Vinum Vatnajökuls. Nánari upplýsingar og kort má finna hér: Breiðármörk - Gönguleiðabæklingur