Hoffell

Austan Hoffellsjökuls eru Hoffellsfjöll og Núpar; mikið fjalllendi sem um liggur fjöldi gönguleiða. Stutt hringleið er um Geitafellsbjörg og einnig má ganga á topp Geitafells. Lengri ganga er norður að Múla og Gjánúpi en þar blasa við snarbrött fjöll sem smöluð eru á hverju hausti. Á þeirri leið þarf að þvera Efstafellsgil sem er aðeins fyrir fótvissa fjallamenn.