Aðrar gönguleiðir

Á þessari síðu eru aðrar gönguleiðir á austanverðu suðursvæði. Þar á meðal eru leiðir við Fláajökul (sem eru utan þjóðgarðs) og leiðir sem tengja önnur svæði saman. Hafa ber í huga að uppgefnar vegalengdir eru til viðmiðunar

 

J1: Skálafell – Heinabergslón

Vegalengd: 7,5 km aðra leið

Erfiðleikastuðull gönguleiðar: 2 (krefjandi)

Gengið er frá Skálafelli, til austurs, líkt og ef ætlunin er að ganga um Hjallanes. Fljótlega er þó beygt til hægri út af þeirri leið og að göngubrú yfir Kolgrímu. Þegar komið er yfir brúna, er gengið um Austurland, hjá Hellisvatni og fylgir leiðin Kolgrímu að stórum hluta þangað til komið er að Heinabergslóni. Þessi leið er tiltölulega slétt.

 

J2: Heinabergslón – Fláajökull (Hólmsá)

Vegalengd: 8,3 km aðra leið

Erfiðleikastuðull gönguleiðar: 2 (krefjandi)

Vegfarendur sem hyggjast fara þessa leið, ættu að hafa í huga að brú sem var yfir Hólmsá hrundi í miklum flóðum í september 2017. Ekki er mælt með því að vaða Hólmsá.

 

J3: Fláajökull (Hólmsá) – Haukafell

Vegalengd: 4,5 km aðra leið

Erfiðleikastuðull gönguleiðar: 2 (krefjandi)

Þessi leið liggur milli Hólmsár og Haukafells. Bílastæði eru á báðum endum leiðarinnar og brú yfir Kolgrafardalsá, sem þvera þarf nálægt Haukafelli.

 

F1: Söguslóð sunnan Fláajökuls

Vegalengd: 2,6 km hringleið

Erfiðleikastuðull gönguleiðar: 1 (auðveld)

Á þessari leið eru fræðsluskilti, aðallega um framkvæmdir við varnargarða á árum áður.

 

F2: Jarðfræðislóð austan Fláajökuls

Vegalengd: 3,6 km fram og til baka

Erfiðleikastuðull gönguleiðar: 2 (krefjandi)

Á þessari leið eru fræðsluskilti um jarðfræði svæðisins. Tilvalið er að bæta þessum útúrdúr við J3 leiðina. Einnig er hægt að ganga þessa leið með upphaf og endi í Haukafelli, en þá verður hún dálítið lengri.