Sumar

Á sumrin færist líf í starfsemi svæðisins, þegar sumarstarfsmenn mæta til starfa. Á sumrin leggjum við okkur mikið fram um að sinna almennu viðhaldi á gönguleiðum, sem og veita ferðafólki góða leiðsögn. Landverðir á svæðinu fara daglega um einhvern hluta svæðisins, stika nýjar leiðir, týna rusl, sjá til þess að reglum þjóðgarðsins sé fylgt og reyna að upplifun gesta svæðisins sé góð. 

Gestir þjóðgarðsins geta aðstoðað okkur með því að taka ekkert með sér nema minningar og skilja ekkert eftir nema fótspor.

KLettafrú í Geitafelli