Dagskrá landvarða

Fræðsludagskrá 11. júní - 24. ágúst

 

Bláa gullið

Daglega kl. 13:30 við kaffiteríu á Jökulsárlóni (11. júní - 24. ágúst)

Fjallað verður um sérstöðu Breiðamerkursands og Jökulsárlóns. Hvernig landslagið breytist þegar jökullinn hörfar. Mikilvægi vatns í sínum mörgu myndum. Lífríkið og plöntur sem gera sér nærumhverfi Jökulsárlóns að heimili. Einnig verður talað um samspil fólks og náttúrunnar og hvernig Breiðamerkursandur hefur farið frá því að vera með fáfarnari stöðum landsins í einn vinsælasta áningarstað ferðafólks.

Gangan tekur um 40 mínutur.

 

Hörfandi jöklar

Mán - fös kl.11:00 frá afleggjara að Heinabergsjökli við þjóðveg 1 (1. júlí - 13. ágúst)

Keyrt að Heinabergsjökli með einu stoppi á leiðinni við þurrubrúnna. Gengið frá bílastæðinu við Heinabergslón stutta gönguleið sem tekur um klukkustund. Heildartími ferðarinnar er um 1 1/2 - 2 klst.

Við vekjum athygli á því að vegurinn inn að Heinabergsjökli er illfær fólksbílum.

Gangan fellur niður á frídegi Verslunarmanna.

 

Barnastund

Fimmtudaga kl.15:00 frá Gömlubúð (1. júlí - 12. ágúst)

Krakkar á aldrinum 6 til 12 ára geta rannsakað náttúruna með landverði í um klukkustund.

 

Öll fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs