Jöklavefsjá

Jöklavefsjáin kemur upplýsingum um jökla og jöklabreytingar á framfæri við almenning og áhugafólk um náttúruvísindi og áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins.

Skjáskot af jöklavefsjánni 2022.

Vefsjáin gefur jafnt vísindamönnum, nemendum í skólum landsins og áhugasömum almenningi kost á að kynna sér jöklamælingar og nálgast mæligögn og aðrar upplýsingar. Undirliggjandi vefþjónustur sem sýna útlínur jökla á mismunandi tímum og fleiri mælingar bjóða upp á hagnýtingu hjá ýmsum aðilum sem fást við greiningu landupplýsinga og rannsóknir á náttúru landsins, m.a. sérfræðingum í orkuiðnaði, samgöngum, ferðaþjónustu og á fleiri sviðum. Gögn í jöklavefsjá eru opin til afnota í hvers kyns verkefnum með stöðluðum skilmálum sem nú eru að ryðja sér til rúms í vísindaheiminum í tengslum við opið aðgengi að vísindagögnum. Jöklavefsjáin veitir opinn aðgang í fyrsta sinn að mörgum gagnanna sem hún sýnir.

Vefsjána má skoða hér: islenskirjoklar.is