Mælingar á hæð yfirborðs Grímsvatna og Skaftárkatla

Fylgst er með breytingum á hæð jökulyfirborðs í Grímsvötnum og Skaftárkötlum, bæði með beinum mælingum og einnig með fjarkönnun til þess að geta séð fyrir jökulhlaup í Skeiðará/Gígjukvísl og Skaftá. Sérfræðingar Jarðvísindastofnunar hafa fylgst með hæðarbreytingum íshellunnar í Grímsvötnum um áratuga skeið. Áætla má vatnsmagnið í lóninu undir hellunni út frá mælingum á hæð, þykkt og lögun íshellunnar ásamt botni Grímsvatnaöskjunnar sem hefur verið kortlagður með íssjármælingum.

 

Skaftárketill eystri 10. október 2015. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.

Skaftárketill eystri 10. október 2015. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.