Líkanreikningar

Jöklalíkön byggja á reikningum á afkomu jökulsins og ísflæði í jöklinum. Til þess að hægt sé að herma eftir viðbrögðum jökulsins við breytingum í veðurfari (aðallega hita og úrkomu) þarf mikið af gögnum. Svo hægt sé að keyra líkönin þarf upplýsingar um botn og yfirborð jökulsins, sem og tímaraðir með hitastigi og úrkomu. Til þess að prófa líkönin þarf að þekkja afkomu og rúmmáls- og flatarmálsbreytingar jökulsins frá fyrri tíð.

Líkanreikningar benda til þess að innan 200 ára verði Vatnajökull horfinn að mestu og aðeins jöklar á hæstu fjöllum, Öræfajökli og Bárðarbungu, en einnig í fjalllendinu milli Grímsvatna, Bárðarbungu og Kverkfjalla. Rúmmál Vatnajökuls gæti rýrnað um 25%  á næstu 50 árum. Líkanreikningar gera ráð fyrir að afrennsli muni aukast á næstu 50 árum vegna aukinnar leysingar, haldast hátt í allmarga áratugi, en eftir um 100 ár minnkar rennslið aftur niður undir meðaltal á síðari hluta 20. aldar. Þessar afrennslisbreytingar hafa áhrif á hönnunar- og rekstrarforsendur vatnsaflsvirkjana og ýmissa annarra innviða.

 

Flatarmál Vatnajökuls skv. líkanreikningum eftir 100, 150 og 200 ár að gefnum ákveðnum forsendum um þróun hitafars en ekki breytingum í úrkomu. Hlýnun á öld er eftirfarandi: (a) 1°C; (b) 2°C; (c) 3°C; and (d) 4°C. Heimild: Teiknað eftir Flowers o.fl. (2005).

Flatarmál Vatnajökuls skv. líkanreikningum eftir 100, 150 og 200 ár að gefnum ákveðnum forsendum um þróun hitafars en ekki breytingum í úrkomu. Hlýnun á öld er eftirfarandi: (a) 1°C; (b) 2°C; (c) 3°C; and (d) 4°C. Heimild: Teiknað eftir Flowers o.fl. (2005).