Sporðamælingar

Frá árinu 1930 hafa sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélags Íslands mælt breytingar á um 50 jökulsporðum víðs vegar um landið. Mælingar hvers árs birtast í tímaritinu Jökli og eru merkileg heimild um jöklabreytingar á landinu í hartnær öld. Mælingarnar lýsa hörfun, framgangi og í sumum tilvikum framhlaupum stærstu skriðjökla landsins og fjölmargra þeirra minni. Mælingarnar eru afhentar í alþjóðlegt gagnasafn um breytingar jökla víðs vegar um heim, World Glacier Monitoring Service. Útbúinn hefur verið sérstök Jöklavefsjá þar sem hægt er að nálgast allar mælingar frá upphafi og skoða staðsetningu mælistaða.

 

Skjáskot af vef Jöklavefsjánni.

 

 

Breytingar á stöðu nokkurra jökulsporða við sunnanverðan Vatnajökul. Heimild: Jöklarannsóknafélag Íslands, Hrafhildur Hannesdóttir o.fl. (2015a).

Breytingar á stöðu nokkurra jökulsporða við sunnanverðan Vatnajökul. Heimild: Jöklarannsóknafélag Íslands, Hrafhildur Hannesdóttir o.fl. (2015a).