- Svæðin
- Skaftafell
- Jökulsárlón / Hornafjörður
- Jökulsárgljúfur
- Ódáðahraun / Krepputunga
- Snæfell / Lónsöræfi
- Laki / Eldgjá / Langisjór
- Nýidalur / Vonarskarð / Tungnaáröræfi
- Vatnajökull | Hörfandi jöklar
- Skipuleggja heimsókn
- Fræðsla
- Stjórnsýsla
Skriðhraði jökulsins ræðst einkum af þykkt hans, halla yfirborðsins, þykkt og gerð sets á jökulbotninum, hita íssins, og jafnvel veðráttu og árstíma, til að mynda eykst skriðhraðinn í miklum rigningum þegar regnvatnið nær niður á jökulbotn og minnkar viðnám. Yfirborðshraði nokkurra skriðjökla að sumarlagi hefur verið mældur á undanförnum áratugum með GPS tækjum og kort af hraðasviði hafa verið gerð út frá gervitunglagögnum. Að meðaltali skríða jöklarnir tvöfalt hraðar að sumri en vetri, um 1 m á sólarhring hinir stærstu. Út frá mælingum á hraða og yfirborðsbreytingum er hægt að fylgjast með framhlaupum helstu skriðjökla Vatnajökuls.
Meðalyfirborðsskriðhraði íslensku jöklanna reiknaður með gervihnattamælingum af austurríska fyrirtækinu Enveo í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.