Útlínur jökla og yfirborðskort

Útlínur jökla á mismunandi tímum frá lokum litlu ísaldar hafa verið raktar út frá jökulgörðum, kortum, loftmyndum og fjarkönnunargögnum. Kort af yfirborði jöklanna hafa verið búin til með margvíslegum aðferðum, m.a. út frá loftmyndum og GPS-mælingum, háupplausnarlíkönum, með leysimælingum og gervitunglagögnum. Kortin veita upplýsingar um hæðarbreytingar og með þeim er unnt að afmarka katla og draga ísaskil. Kortin nýtast við rannsóknir á jökulhlaupum, við kortlagningu á jökulsprungum og þau auðvelda mjög rannsóknir á jöklabreytingum.

 

Útlínur Vatnajökuls ca. 1890 og ca. 2010. Heimild: Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans.

Útlínur Vatnajökuls ca. 1890 og ca. 2010. Heimild: Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans.

 

Útlínur Öræfajökuls frá 1890 til 2014. Heimild: Hrafnhildur Hannesdóttir (2015a).

Útlínur Öræfajökuls frá 1890 til 2014. Heimild: Hrafnhildur Hannesdóttir (2015a).

 

Kort af yfirborði Skálafellsjökuls, Heinabergsjökuls og Fláajökuls ca. 1890 og 2010. Heimild: Hrafnhildur Hannesdóttir (2015).

Kort af yfirborði Skálafellsjökuls, Heinabergsjökuls og Fláajökuls ca. 1890 og 2010. Heimild: Hrafnhildur Hannesdóttir (2015).