Afkoma jökla

Afkoma jökuls er mismunur ákomu og leysingar. Breytingar í afkomu jökla gefa oft áreiðanlegar vísbendingar um loftslagsbreytingar. Afkoma jökuls er jákvæð ef meira safnast á hann af snjó en hann tapar við leysingu á snjó og ís. Á hæstu tindum getur safnast snjór yfir sumarmánuðina og neðst á jökulsporðum er sums staðar leysing yfir vetrarmánuðina. Annars staðar á jöklunum safnast að jafnaði snjór að vetrarlagi en snjó og ís leysir á sumrin.

Afkomumælingar að vori, kjarni boraður niður að hausthvörfum, sem marka skil milli vetrarsnævar og eldra árlags. Haustlagið er venjulega dekkra vegna áfoks og bræðsluvatnslinsur eru stundum sýnilegar við árlagsmörkin. Lengd kjarnans endurspeglar vetrarákomuna (frá september til maí). Ljósmyndir: Hrafnhildur Hannesdóttir.

Afkomumælingar að vori, kjarni boraður niður að hausthvörfum, sem marka skil milli vetrarsnævar og eldra árlags. Haustlagið er venjulega dekkra vegna áfoks og bræðsluvatnslinsur eru stundum sýnilegar við árlagsmörkin. Lengd kjarnans endurspeglar vetrarákomuna (frá september til maí). Ljósmyndir: Hrafnhildur Hannesdóttir.

Afkomumælingar að vori, kjarni boraður niður að hausthvörfum, sem marka skil milli vetrarsnævar og eldra árlags. Haustlagið er venjulega dekkra vegna áfoks og bræðsluvatnslinsur eru stundum sýnilegar við árlagsmörkin. Lengd kjarnans endurspeglar vetrarákomuna (frá september til maí). Ljósmyndir: Hrafnhildur Hannesdóttir, 2008.

 

Vetrar-, sumar- og ársafkoma Vatnajökuls frá upphafi mælinga árið 1992. Heimild: Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskólans.

Vetrar-, sumar- og ársafkoma Vatnajökuls frá upphafi mælinga árið 1992. Heimild: Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskólans, 2019.

 

Ársafkoma Vatnajökuls 2016–2017. Heimild: Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskólans, Finnur Pálsson (2017).

Ársafkoma Vatnajökuls 2016-2017, bleiki liturinn táknar svæði þar sem afkoma jökulsins er neikvæði, blá svæði þar sem afkoman er jákvæð og græna línan er jafnvægislína þessa árs. Heimild: Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskólans. Heimild: Jöklahópur Jarðvísindastofnunar Háskólans, Finnur Pálsson (2017).