Sprungur

Sprungur myndast vegna hreyfingar jökulsins og togs í ísnum. Togni ísinn meir en hann þolir rifnar hann og sprungur myndast í stökku yfirborðslaginu. Neðar pressast seigfljótandi ísinn saman undan eigin þunga, þrýstingur verður meiri en togspennan og sprungur lokast. Sprungur geta myndast þegar jökullinn skríður yfir ójöfnur í undirlaginu eða dregst meðfram fjallshlíðum. Sprungur eru beinar eða bogadregnar og geta verið frá nokkrir m að lengd upp í marga km. Dýpt jökulsprungna á Íslandi er sjaldan meiri en um 30 m en getur verið talsvert meiri í gaddjöklum sérstaklega ef vatn á leið niður um sprungurnar og þróar þær yfir í svelgi sem geta náð alveg niður á botn. Helstu tegundir jökulsprungna eru þversprungur, jaðarsprungur og langsprungur. Sprungur geta leynst undir snjó en verða margar áberandi síðsumars, sérstaklega á leysingarsvæðum.

 

Sprungur í yfirborði myndast vegna spennu í efsta, stökka hluta jökulsins. Ljósmynd: Þorvarður Árnason, 2016.

Sprungur í yfirborði myndast vegna spennu í efsta, stökka hluta jökulsins. Ljósmynd: Þorvarður Árnason, 2016.

 

Fallegar sprungur í skriðjökli. Gjóskulög í jöklinum hafa áhrif á bráðun í yfirborðslögum. Snævarr Guðmundsson, 2014.

Fallegar sprungur í skriðjökli. Gjóskulög í jöklinum hafa áhrif á bráðun í yfirborðslögum. Snævarr Guðmundsson, 2014.

 

Jökulfylltar sprungur í öskju Öræfajökuls. Ljósmynd: Snævarr Guðmundsson, 2012.

Snævi fylltar sprungur í öskju Öræfajökuls. Ljósmynd: Snævarr Guðmundsson, 2012.

 

Sprungubjörgunaræfing í Öræfajökli. Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson, 2. maí 2010.

Sprungubjörgunaræfing í Öræfajökli. Ljósmynd: Guðmundur Ögmundsson, 2. maí 2010.

 

Sprungukort Savetravel.is. Höfundar: Snævarr Guðmundsson og Ágúst Þór Gunnlaugsson.

Sprungukort Safetravel.is. Höfundar: Snævarr Guðmundsson og Ágúst Þór Gunnlaugsson. Uppfærð sprungukort má nálgast hér á vefsíðu Safetravel.