Framtíðarbreytingar

Jöklabreytingar í framtíðinni ráðast aðallega af því hve hratt og mikið loftslagið hlýnar. Um það er ekki hægt að fullyrða en vísindamenn milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hafa skilgreint mismunandi sviðsmyndir þar að lútandi, sem byggja á mismunandi forsendum um fólksfjölgun, efnahags- og tækniþróun og aðgerðir til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Bjartsýnasta sviðsmyndin, sem gerir ráð fyrir umfangsmiklum mótvægisaðgerðum, myndi leiða til þess að styrkur CO2 í andrúmslofti færi í 450 ppm (milljónustu hlutar) og að loftslag jarðar myndi hlýna um 1,5 °C frá iðnbyltingu (0,7 °C frá núverandi stöðu). Styrkur CO2 var um 280 ppm við upphaf iðnbyltingar en er nú í ársbyrjun 2018 um 410 ppm. Svartsýnasta sviðsmynd IPCC, sem felur í sér litlar sem engar mótvægisaðgerðir, myndi aftur á móti leiða til þess að styrkur CO2 færi yfir 1000 ppm og hlýnunin yrði um 3,5–4°C. Þessar mismunandi sviðsmyndir hafa verið lagðar til grundvallar reiknilíkana sem meta hve hratt og mikið jöklar landsins hopa.

 

Sviðsmyndir settar fram vegna Parísarsamkomulagsins. Heimild: markatcop21.wordpress.com

Sviðsmyndir settar fram vegna Parísarsamkomulagsins. Heimild: markatcop21.wordpress.com