Jökla- og loftslagsbreytingar

Veður er síbreytilegt og aðeins hægt að spá fyrir um það nokkra daga fram í tímann. Loftslag er aftur á móti nokkurs konar meðalveður yfir langan tíma og það breytist hægt. Mæla þarf veðrið í marga áratugi til þess að geta sagt til um loftslagsbreytingar.

Ísland liggur í Norður-Atlantshafi, rétt sunnan norðurheimsskautsbaugs. Landið er á mörkum tveggja loftslagsbelta, tempraða beltisins og heimskautasvæðanna, og þar ríkir kaldtemprað úthafsloftslag. Hlýr hafstraumur úr suðri, Norður-Atlantshafsstraumurinn, veldur því að loftslagið er milt miðað við hnattstöðu landsins.

Lesa meira.