Algengar spurningar

Hvernig getum við dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda?

Við getum haft áhrif á loftslagsbreytingar með því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Meðal mótvægisaðgerða má nefna vistvænar byggingar; innleiðing nýrra orkugjafa svo sem sólarorku, vindorku og vatnsorku; vistvænar samgöngur í borgum, rafmagnsfarartæki, vistvænt eldsneyti; bætt landnýting, svo sem endurheimt votlendis, landgræðsla og skógrækt og minni neysla.

Hvers vegna er jökulísinn blár?

Blái litur jökulíssins stafar af því að hann endurkastar bláum bylgjum litrófsins en gleypir þær rauðu og gulu. Snjór er hvítur vegna þess að loftrýmið milli snjókristalla endurkastar öllum bylgjum litrófsins. Að sama skapi verður jökulís hvítari að sjá ef mikið er af loftbólum í ísnum.

Myndatexti 9a. Bláir tónar Heinabergsjökuls. Ljósmynd: Þorvarður Árnason.

Bláir tónar Heinabergsjökuls. Ljósmynd: Þorvarður Árnason, 2010.

 

Hvaða lífverur lifa uppá jökli?

Flestar lífverur sem lifa á jökli, í jökulísnum eða í lónum undir jöklinum eru smáar örverur, eins og bakteríur og þörungar. Þú gætir hafa tekið eftir snjóþörungum (Clamydomonas nivalis) sem litar snjórinn rauðan eða appelsínugulan. Jöklamýs er að finna á nokkrum jöklum í heiminum (Íslandi, Svalbarða, N- og S-Ameríku og Himalaya), en þær eru ávalur smásteinn á jökli sem er allur mosavaxinn. Jöklamúsin er talinn velta undan vindum um jökulbreiðuna og verður þannig smám saman mosavaxinn. Á Íslandi fannst jöklamúsin fyrst á Hrútárjökli í Öræfum árið 1950 og var lýst af Jóni Eyþórssyni veðurfræðingi sem er jafnframt höfundur nýyrðisins. Í álfavökum (set og möl á yfirborði jökulsins eykur leysingu og litlar holur myndast á yfirborði jökulsins) er einnig að finna örverur.

Myndatexti 9b. Jöklamýs á Kvíárjökli. Ljósmynd: Hrafnhildur Hannesdóttir.

Jöklamýs á Kvíárjökli. Ljósmynd: Hrafnhildur Hannesdóttir, 2007.

 

Myndatexti 9b. Jöklamýs á Kvíárjökli. Ljósmynd: Hrafnhildur Hannesdóttir.

Álfavakir á jökli. Ljósmynd: Hrafnhildur Hannesdóttir.

 

Ganga jöklar fram á veturna og hörfa á sumrin?

Nokkrir jöklar, til dæmis í Skandinavíu og á Íslandi, bregðast hratt við breytingum í afkomu og mynda árlega jökulgarða. Jöklarnir hörfa lítillega á sumrin og ganga svo fram á veturna og ýta upp litlum görðum við sporðinn.

Hörfunargarðar myndast í lok hvers vetrar þegar framskrið jökulsporðsins er meira en hörfun hans og eru áberandi framan við Skaftafellsjökul. Ljósmynd: Snævarr Guðmundsson.

Hörfunargarðar myndast í lok hvers vetrar þegar framskrið jökulsporðsins er meira en hörfun hans og eru áberandi framan við Skaftafellsjökul. Ljósmynd: Snævarr Guðmundsson, 2014.

 

Hvenær hættir jökull að vera jökull?

Eitt megineinkenni jökla er að þeir skríða undan eigin þunga. Til þess þurfa þeir að vera um 40 til 50 metra þykkir. Við það að þynnast hættir ísinn að vera seigfljótandi og hættir því að skríða og þar með er hann hættur að vera jökull. Svo getur farið að jafnvægislínan færist ofar og upp fyrir jökulinn, þá safnast ekkert á hann og hann hverfur að lokum.

Ok árið 2003. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.

Ok árið 2003. Ljósmynd: Oddur Sigurðsson.

 

Hversu gamall er elsti ís á Íslandi?

Samkvæmt gjóskulagarannsóknum er elsti ís á Íslandi um 1000 ára gamall, eða frá því stuttu eftir landnám.

 

Nokkrar spurningar af vísindavefnum:

Hvers vegna sveiflast loftslag á milli kuldaskeiða og hlýskeiða?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72448

Ef allir jöklar heimsins bráðna, hverfur þá Ísland algjörlega undir sjó?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=62465

Gætu eldgos valdið loftslagsbreytingum?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72457

Hvers vegna hlýnar nú á jörðinni?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72453

Var einu sinni íslaus dalur undir miðjum Vatnajökli?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72209

Hvenær mynduðust jöklarnir sem nú eru á Íslandi?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=71454

Hvar eru stærstu jöklar á Íslandi?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=71452

Hve stórir hafa stærstu jöklar verið á Íslandi?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=71455

Hvað er jökulhlaup?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70658

Hvernig geta jöklar grafið land og hvernir landslag búa jöklar til?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=71143

Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70577

Hvernig stendur á því að jöklar geta náð langt niður á láglendi?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70643

Hvaðan kemur snjórinn sem myndar jökla?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70576                   

Hversu kaldir eru jöklar?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=22269

Hvað er jökull?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=70578

Hversu þykkur jökull huldi Reykjavík á síðasta jökulskeiði?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=69018

Hve mikið hækkar sjávarstaða við suðausturströnd Íslands á næstu 20 árum við bráðnun jökla á jörðinni?

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58733