Tilkynningar frá Vatnajökulsþjóðgarði vegna kórónaveiru COVID-19

 

Vatnajökulsþjóðgarður og samkomubann 

auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi mánudaginn 25. maí. Þar með verður allt að 200 manns heimilt að koma saman í stað 50

  • Áfram verða sömu kröfur um sótthreinsun og þrif almenningsrýma innandyra.

Nýjustu upplýsingar

www.covid.is
https://www.landlaeknir.is/koronaveira/
www.thingvellir.is

 

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19)

Neyðarstigi almannavarna er í gangi vegna veirunnar. Það er gert m.a. á grunni þess að sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands. Virkjun neyðarstigs hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig. Ekki hefur verið lagt á samkomubann. Stjórnvöld og viðbragðsaðilar hafa undanfarið unnið að miklu leyti eins og um neyðarstig væri að ræða og því hafa ýmsar ráðstafanir sem neyðarstig kveður á um þegar verið gerðar. Þar má nefna áætlanir um vöktun og farsóttagreiningu ásamt því að tryggja að sóttvarnaráðstöfunum sé beitt. Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að huga vel að hreinlætisaðgerðum (https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/sykingavarnir-fyrir-almenning/) og forðast mannamót að óþörfu.

 

Viðvörun til ferðamanna

Tilkynning til farþega um nýja kórónaveirusýkingu (COVID-19)

Nýjar reglur um sóttkví tóku gildi 15. maí og gilda til 15. júní. Þeim sem koma til landsins er áfram skylt að fara í sóttkví í 14 daga.

Hafir þú dvalið á svæði þar sem COVID-19 sjúkdómur gengur er mikilvægt að þú fylgist sérstaklega með heilsu þinni. Veikist þú með hita, hósta og/eða öndunarörðugleika innan 14 daga eftir ferð frá því landi er þér ráðlagt að hafa samband við lækni. Á dagvinnutíma (frá kl. 08:00–16:00) getur þú hringt í heilsugæsluna og fengið að tala við hjúkrunarfræðing en utan dagvinnutíma er hægt að hringja í síma Læknavaktarinnar 1700 og fá ráðleggingar hjá hjúkrunarfræðingi. Við alvarleg veikindi er bent á neyðarlínuna 112. Lista yfir núverandi áhættusvæði er að finna á vef embættis landlæknis. Ef þú hefur spurningar um þennan faraldur er þér bent á heimasíðu embættis landlæknis: www.landlaeknir.is og vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?