Tilkynningar frá Vatnajökulsþjóðgarði vegna kórónaveiru COVID-19

 

Vatnajökulsþjóðgarður og samkomubann

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 7. september. Þar með verður einungis allt að 200 manns heimilt að koma saman.

Áfram verða sömu kröfur um sótthreinsun og þrif almenningsrýma innandyra.

Nýjustu upplýsingar:

www.covid.is
https://www.landlaeknir.is/koronaveira/

 

Varðandi tjaldsvæði

Takmörkun á fjölda tjaldgesta miðast við 200 einstaklinga, þó eru börn fædd 2005 eða síðar undanskilin.

Að lágmarki skulu vera 4 metrar á milli gistieininga á tjaldsvæði.

Fyrir upplýsingar um fjölda gesta og mögulegt pláss á tjaldsvæðum, vinsamlegast hringið í tiltekið svæði:

  • Jökulsárgljúfur (Ásbyrgi og Vesturdalur) – 470 7100
  • Skaftafell – 470 8300
  • Snæfell – 842 4367
  • Blágil – 487 4620
  • Kverkfjöll (Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur) – 863 9236
  • Drekagil (Ferðafélag Akureyrar) – 822 5190
  • Herðubreiðarlindir (Ferðafélag Akureyrar) – 822 5191
  • Nýidalur (Ferðafélag Íslands) – 860 3334

 

Varðandi fræðsludagskrá þjóðgarðsins

Í ljósi hertra samkomutakmarkana er ekki hægt að tryggja að allir viðburðir og fræðsludagskrá þjóðgarðsins verði með því sniði sem auglýst hefur verið.

Áður auglýst fræðsludagskrá í Skaftafelli, Snæfellsstofu og á hálendinu norðan Vatnajökuls fellur niður um óákveðinn tíma.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?