Lokaðar gönguleiðir: Leið S3 um skaftafellsheiði er lokuð vegna gróðurverndar. leiðin er afar blaut og viðkvæm á þessum tíma árs á því mikilvægt að hafa hana alfarið lokaða. Buast má við að leiðin opni aftur um miðjan júní.

 

Svartifoss: frá útsýnispunkti niður stíginn í austanverðu gilinu að Svartafossi er snjóskafl og er stígurinn að hluta til ekki sýnilegur. við mælum með því að gestir gangi að fossinum vestanmegin frá.

 

Aðstæður á öðrum gönguleiðum: Gönguleiðir í Skaftafelli eru aðöðru leiti flestar snjólausar og þurrar. Á þeim fáu stöðum þar sem er bleyta er mikilvægt að fylgja stígum því ef gengið er til hliðar við stíga kann það að valda gróðurskemmdum og jarðvegseyðingu.

 

Tjaldsvæðið í Skaftafelli: Tjaldsvæðið í Skaftafelli er opið og með fullri þjónustu. Hámarksfjöldi gesta er 200 manns. Gestir eru minntir á að minnst 4 metrar eiga að vera á milli húsbíla og vagna, 3 metrar á milli tjalda. Eins eru gestir hvattir til að þvo sér vel um hendur og nota sótthreinsispritt. Og að sjálfsögðu höldum við áfram að virða 2 metra regluna!

 

Skaftafellsstofa og salerni: Skaftafellsstofa er opin alla daga frá 8 til 20 og hægt er að ná í starfsmenn í gestastofunni síma 470 8300. Salerni við hlið Skaftafellsstofu eru opin allan sólarhringinn.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?