Mynd tekin í morgun, 19. apríl 2018.
Mynd tekin í morgun, 19. apríl 2018.

Búið er að opna á ný fyrir umferð að Dettifossi. Tveir landverðir hafa í morgun unnið að því að ræsta fram vatn, setja upp leiðbeinandi merkingar og brýr til bráðabirgða. Mikilvægt er að fylgja þeim merkingum, bæði til að komast klakklaust fram og til baka, en einnig til að fyrirbyggja jarðvegs- og gróðurskemmdir.

 Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?