Mynd: Björn Oddsson
Mynd: Björn Oddsson
Mælingar gefa til kynna að jökulhlaup úr Grímsvötnum sé að hefjast, en sú mikilvirka eldstöð er í hjarta Vatnajökulsþjóðgarðs. Fá svæði hafa verið jafn vel rannsökuð og Grímsvötn, sem byggja traustan grunn undir spár jarðvísindafólks.

Vatnajökulsþjóðgarður á gott samstarf við viðbragðsaðila. Lögreglan hefur gefið út viðvörun vegna ferða í og við Grímsvötn og Grímsfjall, á Skeiðarárjökli og yfir hlaupfarvegi, sem nánar má lesa um hér. Veðurstofa Íslands heldur utan um upplýsingar um þróun mála, sem nánar má lesa um hér.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?