Íshellir í Breiðamerkurjökli (mynd úr safni, frá 2017)
Íshellir í Breiðamerkurjökli (mynd úr safni, frá 2017)

Þó að veturinn á suðausturlandi hafi verið nokkuð hlýr og votviðrasamur framan af, eru margir ferðaþjónustuaðillar farnir að bjóða upp á íshellaferðir. Við viljum benda áhugasömum á að aldrei ætti að fara í íshella án lágmarks öryggisbúnaðar, sem er öryggishjálmur og oftast nær broddar. Aðstæður geta líka verið ólíkar frá helli til hellis og því getur verið þörf fyrir frekari búnað, svo sem ísaxir, klifurbelti og reipi. Öruggast er að fara í fylgd með reyndum leiðsögumanni, en hér á svæðinu er fjöldinn allur af fyrirtækjum sem bjóða upp á ferðir í íshella. Vanti fólki upplýsingar um ferðir í íshella er hægt að hafa samband við Steinunni (steinunnhodd@vjp.is) eða Hrafnhildi (hrafnhildur@vjp.is). Best er þó að bóka ferðir á heimasíðum fyrirtækjanna sjálfra, eða á www.visitvatnajokull.is.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?