Horft yfir Fláajökul úr suðri, síðsumars 2007. Skýringarmynd úr bækling.
Horft yfir Fláajökul úr suðri, síðsumars 2007. Skýringarmynd úr bækling.

Á dögunum kom út fræðslubæklingur á vegum verkefnisins Hörfandi jöklar. Bæklingurinn gefur innsýn í þá breytingar sem hlýnandi loftslag hefur á skriðjökla Vatnajökuls. Líta má á svæðið sem lifandi kennslustofu í loftlags – og jöklabreytingum. Í kólanandi loftslagi ryðjast jöklar fram, grafa djúpa dali og eyða grónu landi. Þegar hlýnar hopa þeir og skilja eftir sig urðir, vötn og sanda sem smám saman glæðast lífi á ný.  Bæklingurinn er á íslensku og ensku og má nálgast í gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs.  Einnig má nálgast pdf skjal (15 MB) af bæklingunum hér á síðunni.

Bæklingur

Hörfandi jöklar er samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðrir samstarfsaðilar eru Veðurstofa íslands, Jarðvísindastofun Háskóla Íslands, Náttúrustofu Suðausturlands, Jöklarannsóknarfélagið og Durhum University. Útgáfa á bæklingnum er fyrsta afurðin í verkefninu. Önnur verkefni eru m.a útgáfa Veðurstofu Íslands á árlegu fréttabréfi um stöðu íslenskra jökla, Nýheimar þekkingarsetur á Höfn vinnur að gerð kennsluefnis fyrir leiðsögumenn á íslensku og ensku, unnið er að uppsetningu heimasíðu um verkefnið og einnig er í vinnslu vinna við fræðslustíga á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem áherslan verður á sýnileg ummerki loftlags- og jöklabreytinga.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?