Svona var umhorfs í Sanddal í morgun; myndin tekin kl. 9:16 þegar enn var svartamyrkur á svæðinu. Um…
Svona var umhorfs í Sanddal í morgun; myndin tekin kl. 9:16 þegar enn var svartamyrkur á svæðinu. Um sama leiti voru fyrstu ferðamenn dagsins að koma á svæðið.

Gönguleiðir: Ís er umhverfis bílastæði og salernishús, ekki mjög þykkur en grunnt vatn undir. Stígurinn að Sanddal er að mestu auður en gengið er á hjarni næst Sanddal. Svellbunkar eru í brekkunni niður, sem og gegnum dalinn. Til að komast að Dettifoss er best að ganga hefðbundna leið í gegnum Sanddal en beygja svo strax til vinstri (norðurs) og fylgja svo stikaðri leið sem liggur beint að útsýnispalli. Varasamt er að fara hefðbundna leið að Fosshvammi.

Athugið að aðstæður geta breyst mjög hratt við núverandi veðurskilyrði og sýna þarf fyllstu aðgát á gönguleiðum og við fossana. Viðbúið er að snjói á morgun, laugardag, og þá getur orðið sérstaklega varasamt þar sem þunnt snjólag hylur ísinn undir.

Salerni: Tvö þurrsalerni eru opin.

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?