Hoffellsjökull
Hoffellsjökull

Í þeirri kuldatíð sem verið hefur undanfarnar vikur, hefur yfirborð margra jökullóna frosið. Oft þykir fólki freistandi að ganga út á ísinn, m.a. til að komast nær jöklinum en hægt er að öðrum kosti.

Á suðausturlandi, þar sem mörg slík lón er að finna, er algengt að hitastig sé nálægt frostmarki yfir veturinn, þó stundum komi kuldakaflar inn á milli. Því ætti alltaf að fara sérstaklega varlega þegar farið er út á slíkan ís. Það er ekki víst að hann sé alltaf nógu þykkur. Því má við þetta bæta að skriðjöklar halda áfram sínu skriði þrátt fyrir að lónin séu frosin og geta því brotið upp ísinn hvenær sem er. Einnig geta ísjakar snúið sér, jafnvel þótt lón sé frosið, með tilheyrandi umróti.

Vatnajökulsþjóðgarður mælir því aldrei með því að fólk gangi á ísi lögðum jökullónum, sérstaklega ekki í hlýindum og þegar sól fer að hækka á lofti.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?