Einhver snjór er á veginum að Heinabergsjökli, fært jepplingum. Slóðinn að Bólstaðafossi, Heinum og Heinabergsbænum er ófær.

Svipað ástand er á leiðinni að Fláajökli, auk þess sem leiðin að Hoffellsjökli er nokkuð skemmd vegna vatnavaxta og þar af leiðandi nokkuð torfarin.

Ástand gönguleiða hefur ekki verið kannað, en búast má við snjó, hálku og bleytu.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?