Ófært er austast á Gæsavatnaleið vegna vatnavaxta á Flæðum. Mikið vatn hefur verið á Flæðum undanfarnar vikur, jafnvel þá daga sem kalt hefur verið í veðri. Vatn rennur mestan part sólarhringsins og hefur orðið mikið og straumhart og myndað djúpa ála og háa bakka á veginum. Leiðin hefur því verið merkt ófær.

Einnig hefur snjóað á Gæsavatnaleið. Óvíst er með aðstæður þar, þar sem enginn hefur farið en búast má við allt að 80 cm háum sköflum. Jafnvel þótt aðeins sé 10cm snjór þá hverfur slóðin og miklar líkur verða á að bílar tjónist á stórgrýti og í skorningum nálægt slóðinni. Því mælum við með að menn fari frekar F910 norðan Trölladyngju þar sem hún fer ekki eins hátt yfir sjávarmál.

Landverðir fylgjast með breytingum og veita frekari upplýsingar í Drekagili og í síma 842-4357 og í Nýjadal, síma 8424377


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?