Fréttir

Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Kringilsárrana

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að um þessar mundir vinnur stofnunin að stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins Kringilsárrana, í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og sveitafélagið Fljótsdalshérað. 

Lesa meira

Gönguleið um Skaftafellsheiði (S3) og á Kristínartind (S4) opin

Búið er að opna gönguleið um Skaftafellsheiði (S3) og upp á Kristínartinda (S4). Leiðin er ennþá blaut og viljum við biðja göngufólk um  að halda sig á stígum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir á gönguleið og gróðri. Eins viljum við benda á að lítið er um rennandi vatn í heiðinni um þessar mundir og því gott að hafa drykkjarvatn meðferðis.

Lesa meira

Gönguleið S3 um Skaftafellsheiði enn lokuð vegna aurbleytu

Þjóðgarðsvörður á suðursvæði vill vekja athygli á að gönguleið S3 um Skaftafellsheiði er enn lokuð vegna aurbleytu og hættu á skemmdum á stígum og gróðri. Vonast er til að hægt verði að opna leiðina um komandi helgi (18.júní).

Lesa meira

Opið á ný að Dettifossi

Búið er að opna fyrir umferð að Dettifossi á ný, frá þjóðvegi 1 norður um veg 862, Dettifossveg, vestan ár. Vegurinn austan ár er enn ófær, sem og vegurinn upp að vestan úr Kelduhverfi. 
Lesa meira

Opið í Skaftárstofu á Kirkjubæjarklaustri

Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri opnaði þann 19. apríl  sl. og verður hún opin frá 9 til 18 alla daga vikunnar fram á haust.
Lesa meira

Afmælisráðstefna Landvarðafélags Íslands

Í tilefni af 40 ára afmæli Landvarðafélags Íslands heldur félagið ráðstefnu 4.maí næstkomandi og er aðgangur ókeypis og öllum opin.
Lesa meira

Viðvörun vegna íshella í skriðjöklum Vatnajökuls

Vegna hækkandi sólar og lofthita eru veggir og loft íshella í skriðjöklum Vatnajökuls að veikjast. Ávallt ber að sýna fyllstu aðgát við íshella og ekki skal fara inn í þá nema að vel athuguðu máli.

Lesa meira

Gljúfrastofa opnar 4. apríl 2016

Gljúfrastofa í Ásbyrgi mun opna mánudaginn 4. apríl næstkomandi og verður hún opin frá 10 til 14 alla daga sem eftir lifir aprílmánaðar.

Lesa meira

Ráðið í tímabundnar sérfræðingsstöður

Ráðið hefur verið í tvö tímabundin störf sem Vatnajökulsþjóðgarður auglýsti laus til umsóknar í lok janúar sl. Alls sóttu 17 manns um starf sérfræðings og aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar á vestursvæði en 10 manns um starf sérfræðings á suðursvæði þjóðgarðsins.
Lesa meira

Snæfellsstofa hlaut Steinsteypuverðlaunin 2016

Steinsteypuverðlaunin 2016 voru veitt í fimmta sinn við hátíðlega athöfn á Steinsteypudeginum 2016 á Grand Hóteli þann 19. febrúar 2016 en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?