Fréttir

Hræðsluganga á Höfn

Seinnipart föstudagsins 29. október, buðu landverðir á Höfn upp á hræðslugöngu í Óslandi. Alls mættu 27 hugrakkir þátttakendur til leiks og fengu að upplifa frásagnir fyrri tíma á sama tíma og rökkrið skall á, vindurinn blés og regnið féll.
Lesa meira

4 græn súkkulaðiskref

Vatnajökulsþjóðgarður lauk nú í haust fjórða Græna skrefi ríkisstofnana. Starfsmönnum var þakkað fyrir framlagið til verkefnisins með dýrindis súkkulaði. Alls eru Grænu skrefin fimm og er stefnt að klára það síðasta fyrir komandi áramót.
Lesa meira

Í minningu Snorra Baldurssonar

Snorri Baldursson, líffræðingur, fræðimaður, fyrrum þjóðgarðsvörður og einn af okkar öflugustu leiðtogum og liðsmönnum í náttúruvernd, er fallinn frá. Vatnajökulsþjóðgarður saknar vinar í stað.
Lesa meira

Jöklamælingar framhaldsskólanema – tímamót í mælingum á Heinabergsjökli

Í gær fóru nemendur í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu í sína árlegu vettvangsferð að Heinabergsjökli. Nemendur framkvæma mælingar á stöðu jökulsins og bera saman við gögn fyrri ára.
Lesa meira

Auknar mælingar vegna landriss í Öskju

Það hefur sennilega ekki farið framhjá landanum að undanfarnar vikur hefur orðið vart við aukið landris í Öskju. Veðurstofa Íslands ásamt öðrum stofnum hefur unnið ötullega að því í haust að þétta net mælitækja á svæðinu, sem þó er ekki hlaupið að enda Askja nánast á miðhálendi Íslands. Gott samstarf er á milli vísindamanna og starfsmanna þjóðgarðsins.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður, þjóðgarður okkar allra

Í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga kom Vatnajökulsþjóðgarður oft við sögu í umræðum og skrifum um miðhálendisþjóðgarð og friðlýsingar. Þó mikilvægt sé að svo stór mál fái góða umræðu og að tekist sé á um stefnur og aðferðir er miður ef sá málflutningur byggir á vanþekkingu um starfsemi núverandi þjóðgarða.
Lesa meira

Þolmarkarannsókn á Breiðamerkursandi

Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022.
Lesa meira

Sjálfbærniskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs

Sjálfbærniskýrsla Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2020 hefur verið gefið út en þetta er jafnframt fyrsta sjálfbærniuppgjör þjóðgarðsins. Uppgjörið byggir á þeim upplýsingum sem umhverfishugbúnaður þjóðgarðsins, Klappir, hefur safnað. Í uppgjörinu kemur m.a. fram að losunarkræfni starfsmanna minnkaði um 20% milli áranna 2020 og 2019, fór úr 3.134 kgCO2/stöðugildi í 2.513 kgCO2/stöðugildi.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður, gersemi á heimsvísu – Ný bók eftir Snorra Baldursson

Á degi íslenskrar náttúru, þann 16. september síðastliðinn, kom út bókin "Vatnajökulsþjóðgarður, gersemi á heimsvísu" eftir Snorra Baldursson líffræðing og fyrrum þjóðgarðsvörð hjá Vatnajökulsþjóðgarði. Bókin er einstakt rit um þau náttúrugæði og verðmæti sem felast í þjóðgarði á heimsminjaskrá.
Lesa meira

Norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs stækkar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra undirritaði í dag, 23. september, breytingar á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð sem kveður á um stækkun á norðursvæði þjóðgarðsins
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?