Nýr sameiginlegur stofnanasamningur

Fulltrúar frá stofnunum þremur, Landvarðafélagi Íslands og Starfsgreinasambandinu eftir undirritun s…
Fulltrúar frá stofnunum þremur, Landvarðafélagi Íslands og Starfsgreinasambandinu eftir undirritun samningsins.

Fimmtudaginn 3. nóvember náðist sá gleðilegi áfangi að samkomulag um nýjan og sameiginlegan stofnanasamning Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum annars vegar og Starfsgreinasambands Íslands hins vegar.

Samningurinn tekur á forsendum launaröðunar landvarða, verkafólks og þjónustufulltrúa sem eru félagsfólk í kjarafélögum Starfsgreinasambandsins og tilteknum kjörum sem ekki eru tilgreind í kjarasamningi félagsins við ríkið.

Stofnanirnar þrjár leggja mikið upp úr góðu samtali um sameiginleg verkefni og unnu þétt saman að nýjum samningi ásamt fulltrúum Starfsgreinsambandsins og Landvarðafélags Íslands. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?