Jákvæð niðurstaða í rekstri fjögur ár í röð

Regnbogi og ferðalangur við hinn magnþrungna Dettifoss.
Regnbogi og ferðalangur við hinn magnþrungna Dettifoss.

Ársreikningur Vatnajökulsþjóðgarðs vegna rekstrar árið 2021 sýnir jákvæða niðurstöðu upp á 30,8 mkr. Þjóðgarðurinn hefur verið með jákvæða rekstrarniðurstöðu í fjögur ár. Rekstur þjóðgarðsins síðustu tvö árin hefur einkennst af miklum sveiflum sem komu aðallega til vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldurs sem og úrbóta á innra starfi og skipulagi.

Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 sem birtur var í nýútgefnni ársskýrslu kemur fram að heildarrekstrarkostnaður Vatnajökulsþjóðgarðs var um 916,3 mkr. Til samanburðar þá var heildarrekstrarkostnaður stofnunarinnar vegna ársins 2020 862,1 mkr. Rekstrarkostnaður hækkar því milli ára um 54,3 mkr. eða um 5,9%.

Almennt einkenndist árið 2021 hjá Vatnajökulsþjóðgarði af endurskipulagningu, styrkingu innviða og fjölgun fastráðins starfsfólks. Umskiptin til hins betra hafa verið mikil undanfarin fjögur ár sem kemur ekki síst fram í jákvæðri niðurstöðu ársreiknings Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2021 sem nemur 30,8 mkr.

Þróun rekstrarkostnaðar

 

Rekstrargjöld 2021

 

 

Rekstrargjöld 2020

Framlög til reksturs og framkvæmda 2008-2021, undanskilin framlög frá innviðasjóði


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?