Forsetinn heimsótti Ásbyrgi

Forsetinn og forsetafrúin ásamt laganna vörðum.
Forsetinn og forsetafrúin ásamt laganna vörðum.

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, frú Eliza Reid, heimsóttu í gær Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Var heimsóknin hluti af dagskrá forsetans í opinberri heimsókn hans í Norðurþing. Þau hjón höfðu komið saman í Ásbyrgi fyrir margt löngu síðan, en hvorugt hafði áður komið í Gljúfrastofu. Lýstu þau bæði yfir ánægju sinni með gestastofuna og sýninguna sem hún hýsir.

Ekki gafst neinn tími til að skoða náttúruperlur Jökulsárgljúfra í þetta skiptið, en forsetinn sagðist hafa áhuga á að koma aftur og jafnvel taka þátt í hinu árlega víðavangshlaupi sem fram fer í Gljúfrunum. Er vonandi að af því verði sem fyrst því það var, og verður ávallt, sannur heiður að fá forsetahjónin í heimsókn.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?