- Svæðin
- Skaftafell
- Jökulsárlón / Hornafjörður
- Jökulsárgljúfur
- Ódáðahraun / Krepputunga
- Snæfell / Lónsöræfi
- Laki / Eldgjá / Langisjór
- Nýidalur / Vonarskarð / Tungnaáröræfi
- Vatnajökull | Hörfandi jöklar
- Skipuleggja heimsókn
- Fræðsla
- Stjórnsýsla
Karfan er tóm
Hefðbundin landnýting er heimil rétthöfum lands á nokkrum svæðum innan þjóðgarðsins. Sauðfjárbeit er leyfð á hluta Jökulsárgljúfra, afréttum á vestur- og norðurhálendinu, Snæfellsöræfum og afmörkuðum svæðum sunnan jökla. Mest er hún í byggð sunnan jökla en minnst á afréttum norðurhálendisins. Veiðar eru mjög litlar á vestur- og norðursvæði þjóðgarðsins en fuglaveiði er nokkur á austur- og suðursvæði hans. Stangveiði er stunduð í litlum mæli á suðursvæðinu. Hreindýraveiði er stunduð á Snæfellsöræfum, á Heinabergs- og Hoffellssvæðinu og í friðlandinu í Lónsöræfum.
Í jaðarbyggðum þjóðgarðsins er vaxandi ferðaþjónusta sem byggist á nálægð við stórbrotna náttúru Vatnajökuls og nágrennis. Uppbygging slíkrar ferðaþjónustu er lengst komin í Skaftafelli. Ótal tækifæri felast einnig í ferðaþjónustu sem byggist á menningarminjum og menningu í jaðarbyggðum þjóðgarðsins og samspili hennar við náttúruna.