Skólaheimsóknir

Vatnajökulsþjóðgarður leggur áherslu á samstarf við skóla á sem flestum skólastigum með móttöku skólahópa á öllum starfssvæðum, heimsóknum í skóla, fræðsluefni á vef og nemendaverkefnum á háskólastigi sem nýtast í starfi þjóðgarðsins. 

Skólaheimsóknir

Vatnajökulsþjóðgarður tekur árlega á móti fjölmörgum skólahópum á öllum skólastigum í gestastofum garðsins og einnig heimsækja þjóðgarðsverðir og/eða landverðir skóla.

Skólahópar geta fengið kynningu á Vatnajökulsþjóðgarði, náttúru og starfi garðsins, náttúruvernd, sambúð manns og náttúru, umgengni við náttúrunna svo fátt eitt sé nefnt.

Vinsamlegast bókið skólaheimsóknir með góðum fyrirvara á hverju svæði með því að senda tölvupóst á gestastofur: