Fræðsla & nám

Fjölbreytt efni er aðgengilegt á síðu þjóðgarðsins um sérstöðu hans, náttúru, menningu og sögu. Hér má finna fjölbreytt fræðsluefni fyrir skóla og verður bætt við vefinn jafnóðum.

Fræðsluefni

 

       

 

         

 

  • Hörfandi jöklar - Fræðsluvefur
  • Þessi fræðsluvefur er hluti af verkefninu Hörfandi jöklar. Verkefnið er samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, og unnið í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Jöklahóp Jarðvísindastofnunar Háskólans. Markmið verkefnisins, sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum, er að auka vitund fólks um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla á Íslandi sem og annars staðar á jörðinni.
  • Eldfjallavefsjá
  • Íslensk eldfjallavefsjá er gagnvirk vefsíða og opinbert uppflettirit um virkar eldstöðvar á Íslandi, alls 32 talsins, á bæði íslensku og ensku.
  • Eldfjallavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra með aðkomu fjölda innlendra og erlendra sérfræðinga sem hafa lagt verkefninu lið.
  •  

Verkefnabanki

Norðursvæði: Jökulsárgljúfur - verkefnabanki