Samstarf Vatnajökulsþjóðgarðs við vísindasamfélagið er bæði lögbundið og afar verðmætt. Unnið er að fjölþættum rannsóknum í síkvikri náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs ár hvert.
Lokaverkefni í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð
Hér fyrir neðan er samantekt á áhugaverðum lokaverkefnum. Listinn er ekki tæmandi og er þjóðgarðurinn opin fyrir samstarfi um verkefni sem nýta má í starfi þjóðgarðsins. Einnig er Vatnajökulsþjóðgarður í samstarfi við fjölmargar stofnanir. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við fræðslufulltrúa, stefaniarr@vjp.is
Eitt af markmiðum með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er að stuðla að rannsóknum á svæðinu. Samkvæmt reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð (300/2020) skal afla leyfis þjóðgarðsvarðar vegna allra verkefna sem kalla á aðstöðu, mannafla eða meðferð tækja í þjóðgarðinum, þ.m.t. vegna rannsókna innan þjóðgarðsins. Nánari upplýsingar og umsóknargátt vegna rannsóknarleyfa má finna hér.
Tillögur að lokaverkefnum í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð.
Jöklar og loftslagsbreytingar
Náttúruvernd
Náttúrutúlkun
Þjóðgarðar og friðlýst svæði
Mannvistar og menningarminjar
- Svínadalur
- Melrakkasléttan
- Póstleiðin Þistilfjörður – Öxarfjörður – Hólsandur
- Ummerki um mannvistarleifar í Öxarfirði frá því fyrir landnám
- Ás og ásverjar . Minjar um kirkju – kirkjugarð o.fl
- Skaftafell
- Hálendið
-
Vörur og þjónusta
- Söluvörur í verslunum þjóðgarðs
- Greining á þjónustustigi/ stigum
- Verðmat á upplýsingagjöf og fræðslu
-
Gróður og dýralíf
- Jurtir – flóran á svæðinu.
- Nytjajurtir – til matvæla- , lyfja, - hannyrðaframleiðslu
- Heftun lúpínu - friðlýst svæði , svæði á náttúruminjaskrá
- Silungurinn í Botnstjörn
- Minkur – útbreiðsla / heftun. Dreifing um heiðar og í byggð
- Refurinn – ástand og aðgerðir til heftunar eða friðunar ?
- Fálkinn – samspil lífshátta fálka – rjúpu - hrafnsins
-
Áhugaverð lokaverkefni sem tengjast Vatnajökulsþjóðgarði, þjóðgörðum, náttúruvernd, nýtingu o.fl.
Birt hér með leyfi höfunda: