Stjórnun

Stjórn og svæðisráð

Yfirlýstur tilgangur með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er verndun náttúru. Starfsfólk og stjórnendur einsetja sér að láta þetta ekki gleymast og að tryggja sem best jafnvægi milli þarfa og væntinga fjölda aðila og oft ólíkra hagsmuna. Mikilvægt er að náttúru og umhverfi Vatnajökulsþjóðgarðs sé skilað í hendur komandi kynslóða þannig að gæði þessa sérstaka svæðis séu ekki rýrð heldur frekar skilað í betra horfi en áður.

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt framkvæmdastjóra þjóðgarðsins fyrir framan Sel í Skaftafelli. Mynd: Ingibjörg Smáradóttir.

 

Fyrir hvert rekstrarsvæði þjóðgarðsins er skipað sex manna svæðisráð sem í sitja þrír fulltrúar tilnefndir af hlutaðeigandi sveitarfélögum og þrír fulltrúar frá félagasamtökum. Formenn hvers svæðisráðs taka sæti í stjórn þjóðgarðsins auk formanns og varaformanns skipuðum af ráðherra og fulltrúa náttúruverndarsamtaka. Útivistar- og ferðamálasamtök tilnefna hvor sinn áheyrnarfulltrúa. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins annast daglegan rekstur í umboði stjórnar, þ.m.t. starfsmannamál, framfylgir ákvörðunum hennar og ber jafnframt ábyrgð á fjárreiðum og rekstri starfseminnar í samræmi við skyldur forstöðumanns ríkisstofnunar.

Fundir stjórnar og svæðisráða

 

 

Stjórn

Auður H. Ingólfsdóttir, formaður,

Vilhjálmur Árnason, varamaður formanns,

Anna Dóra Sæþórsdóttir, varaformaður,

Þorkell Lindberg Þórarinsson, varamaður varaformanns til 18.4.2021,

Hákon Ásgeirsson, varamaður varaformanns frá 19.4.2021.

Anton Freyr Birgisson, aðalfulltrúi og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, til vara, frá svæðisráði norðursvæðis.

Ásta Berghildur Ólafsdóttir, aðalfulltrúi og Árni Pétur Hilmarsson,til vara, frá svæðisráði vestursvæðis, bæði til 21.2.2021. Árni Pétur Hilmarsson, aðalfulltrúi, og Sandra Brá Jóhannsdóttir, til vara, frá svæðisráði vestursvæðis, bæði frá 22.2.2021

Eyrún Arnardóttir, aðalfulltrúi og Sigrún Blöndal til vara, frá svæðisráði austursvæðis, báðar til 10.1.2021. Jóhann Frímann Þórhallsson, aðalfulltrúi og Berglind Harpa Svavarsdóttir, til vara frá svæðisráði austursvæðis, bæði frá 11.1.2021.

Matthildur Ásmundardóttir, aðalfulltrúi og Friðrik Jónas Friðriksson, til vara, frá svæðisráði suðursvæðis.

Sævar Þór Halldórsson, aðalmaður og Páll Ásgeir Ásgeirsson, til vara, tilnefndir af umhverfisverndarsamtökum.

Skipaðir áheyrnarfulltrúar:

Snorri Ingimarsson, áheyrnarfulltrúi og Skúli Haukur Skúlason, til vara, tilnefndir af Samtökum útivistarfélaga,

Steingrímur Karlsson, aðaláheyrnarfulltrúi og Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, til vara, tilnefnd sameiginlega af ferðamálasamtökum á svæði Vatnajökulsþjóðgarðs, til 16.3.2021.  Ágúst Elvarsson, aðaláheyrnafulltrúi og Arnheiður Jóhannsdóttir, til vara, tilnefnd sameiginlega af ferðamálasamtökum á svæði Vatnajökulsþjóðgarðs, frá 17.3.2021.

Svæðisráð

Fulltrúi

Norðursvæði

Austursvæði frá 11.1.2021

Suðursvæði

Vestursvæði frá 22.2.2021

Formaður, sveitarfélag

Anton Freyr Birgisson

Jóhann Frímann Þórhallsson

Matthildur Ásmundardóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Varaformaður, sveitarfélag

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

Berglind Harpa Svavarsdóttir

Friðrik Jónas Friðriksson

Sandra Brá Jóhannsdóttir

Sveitarfélag

Ásvaldur Ævar Þormóðsson

Ívar Karl Hafliðason

Hjördís Skírnisdóttir

Ásta Berghildur Ólafsdóttir

Náttúruverndarsamtök

Hjördís Finnbogadóttir

Þórhallur Þorsteinsson

Snævarr Guðmundsson

Ingibjörg Eiríksdóttir

Útivistarfélög

Grétar Ingvarsson

Einar Kr. Haraldsson

Sigríður Arna Arnþórsdóttir

Karl Ingólfsson

Ferðaþjónusta

Arnheiður Jóhannsdóttir

Steingrímur Karlsson

 

Laufey Guðmundsdóttir

Sveinn Hreiðar Jensson

 

Skipurit

 

 

Tengdar fréttir

 

 

Mannauður

Á árinu 2021 inntu starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs af hendi 49,5 ársverk. Þegar flestir starfsmenn voru við störf í júli 2021 voru þeir 106 en fastráðnir starfsmenn voru 31. Fjöldi fastráðinna starfsmanna í Vatnajökulsþjóðgarði hefur aukist síðustu árin og bætist sífellt í þann hóp. Þessi þróun eykur stöðugleika í starfsemi þjóðgarðsins og gerir okkur kleift að byggja á reynslu og þekkingu sem skapast í störfum. Í desember 2021 voru fastráðnir starfsmenn orðnir 31 en til samanburðar má nefna að þremur árum fyrr eða árið 2017 voru fastráðnir starfsmenn 21 talsins.

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt landvörðum Umhverfisstofnunar við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Mynd: Helga Árnadóttir.

Nýir starfsmenn sem bættust í mannauð Vatnajökulsþjóðgarðsins á árinu voru nokkrir. Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur, hóf störf í mars. Stefán Frímann Jökulsson var ráðinn sem yfirlandvörður í heilsársstarfi á austursvæði og hóf störf í maí. Ákveðið var að ráða tvo þjóðgarðsverði á suðursvæði sem áður hafði verið stýrt af einum þjóðgarðsverði. Hrafnhildur Ævarsdóttir var ráðin þjóðgarðsvörður á vesturhluta suðursvæðis með starfsstöð í Skaftafelli og Steinunn Hödd Harðardóttir var ráðin þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis með starfsstöð á Höfn í Hornafirði. Báðar voru þær áður í starfi aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar. Sigurður Óskar Jónsson fluttist í starf aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar á Höfn í Hornafirði.

Á árinu 2021 voru unnin 49,5 ársverk, meðalaldur starsfsfólks var 41,6 ár og starfsaldur 4,9 ár. Einnig auglýsti Vatnajökulsþjóðgarður nokkrar lausar stöður til skemmri og lengri tíma á árinu. Alls bárust um 450 umsóknir um störf á árinu sem lýsir áhuga á störfum í þjóðgarðinum. Til viðbótar bárust fjölmargar fyrirspurnir í tölvupósti um störf eða starfsnám í þjóðgarðinum.

Vinnutími starfsmanna styttist á árinu í samræmi við kjarasamninga. Undirbúningur hófst á árinu 2020 og ljóst að í verkefninu felast bæði áskoranir og tækifæri. Árangur vinnutímastyttingar og áhrif hans á starfsemina og ánægju starfsmanna verður rýndur áfram. Á árinu var hafist handa við uppbyggingu teyma innan þjóðgarðsins og stjórnendateymi sem fundar reglulega komið á laggirnar. Einnig var hugað að innra skipulagi, stjórnun og verkefnaskiptingu og heldur sú vinna áfram á árinu 2022. Áfram var fylgst með starfsánægju með vinnustaðagreiningum. Í apríl vann Gallup vinnustaðagreiningu fyrir þjóðgarðinn auk þess sem könnunin Stofnun ársins var framkvæmd á vegum Sameykis í lok árs. Um mitt ár tók Vatnajökulsþjóðgarður einnig í notkun svokallaðar púlsmælingar á starfsánægju með Moodup.

Starfsfólk þjóðgarðsins tók að venju þátt í Lífshlaupi og Hjólum í vinnuna og var þátttakan góð. Sú nýbreytni var tekin upp að starfsfólk hittist reglulega í „netkaffi“ í gegnum TEAMS fjarfundabúnað þar sem skipt var niður í hópa með það að markmiði að skapa „kaffistofusamtal“ milli svæða og starfsstöðva. Þessi nálgun vakti lukku og mikil ánægja með framtakið. Ýmiskonar fræðsluerindi og kynningar voru fyrir starfsfólk allt árið.

Á haustdögum var farið af stað með hæfnigreiningar á störfum innan þjóðgarðsins með aðstoð frá ráðgjafafyrirtækinu Effect. Tilgangur hæfnigreininganna er að bera kennsl á þá hæfni sem þarf til að sinna störfum innan þjóðgarðsins og finna tækifæri til að efla þá hæfni og með því starfsfólk. Stefnt er að því að hæfnigreiningar liggi fyrir snemma á árinu 2022. Í nóvember kom starfsfólk saman á vinnudögum í Reykjavík en slíkir vinnudagar hafa ekki verið haldnir í tvö ár sökum covid faraldursins. Á vinnudögunum var unnið að ákveðnum málaflokkum svo sem vali á fræðsluþema komandi árs auk hópeflis og skoðunarferðar að eldstöðvum í Geldingadölum.

 

Tengdir hlekkir

 

Fastráðnir starfsmenn 

Agnes Brá Birgisdóttir

Anna Þorsteinsdóttir

Elvar Ingþórsson

Erla Þórey Ólafsdóttir

Eyrún Þóra Guðmundsdóttir

Fanney Ásgeirsdóttir

Guðjón Benediktsson

Guðmundur Ögmundsson

Guðrún Jónsdóttir

Guðrún Stefanía V Ingólfsdóttir

Guðrún Svanhildur Stefánsdóttir

Gunnlaugur Róbertsson

Helga Árnadóttir

Hlynur Þráinn Sigurjónsson

Hrafnhildur Ævarsdóttir

Ingibjörg Halldórsdóttir

Ingibjörg Smáradóttir

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir

Jóna Björk Jónsdóttir

Kristín Sigríður Gunnarsdóttir

Magnús Guðmundsson

Maríanna Óskarsdóttir

Ragna Fanney Jóhannsdóttir

Ragnheiður Björgvinsdóttir

Sigrún Sigurgeirsdóttir

Sigurður Óskar Jónsson

Stefanía Ragnh. Ragnarsdóttir

Stefán Frímann Jökulsson

Steinunn Hödd Harðardóttir

Valbjörn Steingrímsson

Þórhallur Jóhannsson

 

Sumarstarfsmenn/tímabundnir starfsmenn

Anca Elena Cristea

Ari Másson

Arnhildur Gréta Ólafsdóttir

Atli Hilmar Skúlason

Auður Lilja Arnþórsdóttir

Auður Pálsdóttir

Álfur Birkir Bjarnason

Árdís Hrönn Jónsdóttir

Benedikt Traustason

Bjartey Unnur Stefánsdóttir

Eggert Arason

Elísabet Birta Sveinsdóttir

Ellen Rún Jeppesen Árnadóttir

Elsa Margrét Jónasdóttir

Emilía Sól Jónsdóttir

Friðgeir Jóhannes Kristjánsson

Guðbjörg Halldóra Ingólfsdóttir

Guðbjörg Runólfsdóttir

Guðmundur Árnason

Guðmundur Valdimar Rafnsson

Guðný Eva Björnsdóttir

Guðný Gígja Benediktsdóttir

Gunnar Njálsson

Haraldur Þorvaldsson

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Helga Hvanndal Björnsdóttir

Herdís Hermannsdóttir

Hlynur Aðalsteinsson

Hlynur Steinsson

Hólmfríður Jakobsdóttir

Hrafnhildur Vala Friðriksdóttir

Ingunn Jóhanna Kristjánsdóttir

Jónatan Hrafn Daníelsson

Júlía Bjarney Björnsdóttir

Katla Jóhönnudóttir

Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir

Kári Kristjánsson

Kolbrún Þóra Sverrisdóttir

Kolbrún Þóra Sverrisdóttir

Kristín Björk Gunnarsdóttir

Linda Ársælsdóttir

Magnús Hallur Jónsson

Margrét Sól Torfadóttir

Marianne Julia Rehn

María Sól Ingólfsdóttir

Maríanna Óskarsdóttir

Oddur Pálsson

Ómar Bjarni Sigurvinsson

Páll Sigurgeir Guðmundsson

Rakel Anna Boulter

Rán Finnsdóttir

Rebekka Karlsdóttir

Ríkey Þöll Jóhannesdóttir

Róbert Karl Boulter

Rúnar Baldursson

Sandra Dögg Einarsdóttir

Sandra Rós Karlsdóttir

Sara Björg Bjarnadóttir

Sigurður Erlingsson

Skúli Halldórsson

Soffía Sóley Helgadóttir

Stefanía Eir Vignisdóttir

Steinunn Stefánsdóttir

Styrmir Einarsson

Svanhildur Snæbjörnsdóttir

Svanhvít Helga Jóhannsdóttir

Una Margrét Árnadóttir

Úlfur Björnsson

Úlfur Björnsson

Þorgerður M Þorbjarnardóttir

Þorvarður Hreinn Brynjólfsson

Þórhallur Jóhannsson

Þórhildur Þorbjarnardóttir

Þórunn Lilja Arnórsdóttir

Þuríður Skarphéðinsdóttir

Örn Alexander Ámundason