Vöktun, rannsóknir og leyfi

Samstarf Vatnajökulsþjóðgarðs við vísindasamfélagið er bæði lögbundið og afar verðmætt. Unnið er að fjölþættum rannsóknum í síkvikri náttúru Vatnajökulsþjóðgarðs ár hvert. Þjóðgarðurinn er einnig fjölsóttur vettvangur fyrir kvikmynda- og auglýsingatökur og notkun fjarstýrðra flygilda (dróna) fer vaxandi.

Fjöldi og gerð leyfa

 

Rannsóknarleyfi

Kvikmyndatökuleyfi (auglýsingar)

Kvikmyndaleyfi

almenningur

Viðburðir

Þyrlu-lendingarleyfi

athugasemdir

Vestursvæði

 

 

 

 

 

 

Norðursvæði

 

 

 

 

 

Ekki öll eingöngu á norðursvæði

Norðursvæði - hálendi

 

 

 

 

 

 

Austursvæði

 

 

 

 

 

Ekki öll eingöngu á austursvæði

Suðursvæði

25

80

97 (drónaleyfi)

 

 

 

Samtals

 

 

 

 

 

 

 

Auk fyrrnefndra leyfisveitinga, upplýsingagjafar og margháttaðrar aðstoðar við innlend sem erlend rannsóknarteymi, sem stunda fjölbreyttar rannsóknir innan vébanda þjóðgarðsins, er Vatnajökulsþjóðgarður formlegur þátttakandi í mörgum rannsóknarverkefnum.

Þar má t.d. nefna:

  • Rjúpnatalningar og aðrar fuglatalningar með Náttúrufræðistofnun Íslands.
  • Eftirlit með fálkahreiðrum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Fálkasetur Íslands.
  • Loftslagsverkefnið SÓLEY (Langtímaáhrif loftslagsbreytinga á blómgun plantna á Íslandi).
  • Hreindýraskráningu
  • Vöktun gróðurs í Hvannalindum í samstarfi við Náttúrustofu Austurlands.
  • Fiðrildavöktun í Ási í samstarfi við Náttúrstofu Norðausturlands.
  • Rannsóknir í Skúmey í Jökulsárlóni í samstarfi við Náttúrustofu Suðausturlands.
  • Merkingar á helsingjum á Breiðamerkursandi í samstarfi við Náttúrustofu Suðausturlands og Verkís
  • Hörfandi jöklar, samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, og unnið í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Jöklahóp Jarðvísindastofnunar Háskólans