Um Vatnajökulsþjóðgarð

Stefna og leiðarljós

Með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs varð Vatnajökull, áhrifasvæði hans ásamt stökum náttúruverndarsvæðum sameinuð í eina heild. Markmið með stofnun þjóðgarðsins er að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu. Stórt verkefni þjóðgarðsins er að auðvelda  almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist og veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf. Einnig er sérstakt markmið þjóðgarðsins að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni hans.

Stjórnunar- og verndaráætlun

Stjórnunar- og verndaráætlun er aðalstjórntæki þjóðgarðsins og verkfæri til stefnumótunar.

Í áætluninni er sett fram stefna um Vatnajökulsþjóðgarð, náttúruvernd, útivist og byggðaþróun. Stefnan var mótuð í samráði við fjölmarga hagsmunaaðila. Hún snertir á ótal atriðum sem snúa að verndun og nýtingu gæða þjóðgarðsins. Einnig gerir stefnan því skil hvernig nýta megi sem best tækifærin sem verða til vegna stofnunar þjóðgarðsins, styrkja það sem fyrir er en jafnframt skapa ný. Stjórnunar- og verndaráætlun er samkvæmt því ætlað að vera stefnumótandi áætlun sem stjórnendur Vatnajökulsþjóðgarðs styðjast við þegar ákvarðanir um stjórnun og skipulag þjóðgarðsins eru teknar.

Eins og við á um aðrar skipulagsáætlanir er annar megintilgangur s&v sá að vera hluti af lýðræðislegu ferli sem leiðir til niðurstöðu um stjórnun þjóðgarðsins, innan ramma laganna og í samráði við almenning og hagsmunaaðila. Þetta birtist m.a. í aðkomu svæðisráða að mótun s&v og skyldu til að bera tillögur undir almenning áður en s&v eða breytingar á henni eru staðfestar af ráðherra.

Opin birting áætlunarinnar á vef þjóðgarðsins gefur öllum færi á að kynna sér hana og má nálgast hana á vefnum hér:

 

Atvinnustefna

Með því að setja fram atvinnustefnu útskýrir stjórn þjóðgarðsins hvernig samstarfi hans við atvinnulífið á að vera háttað

Atvinnustefna var sett fram vorið 2019 og hún byggir m.a. á því að atvinnustarfsemi var skilyrt við samninga í lagabreytingunni 2016. Atvinnustefnan skýrir og útfærir ýmislegt sem varðar samskipti þjóðgarðsins við þá sem vilja stunda atvinnustarfsemi en stjórnunar- og verndaráætlun mynda ramma hvað varðar staðsetningu og umfang þjónustu, aðgengi að þjóðgarðinum og margt fleira sem kemur að atvinnustarfsemi. Atvinnustefnan útskýrir m.a. hvers konar atriði verða sett í samninga varðandi réttindi og skyldur aðila.

 

 

Stefnur

Vatnajökulsþjóðgarður hefur sett fram ýmsar stefnur fyrir starfsemi sína og eru fleiri í vinnslu. Í stefnum Vatnajökulsþjóðgarðs koma fram helstu áherslur, markmið og aðgerðaáætlanir.

         

 

         

 

 

         

 

Aðrar stefnur: