Samstarf

Vatnajökulsþjóðgarður á mikið undir því að góð samskipti séu milli þeirra fjölmörgu sem njóta gæða hans. Forsenda þess er gagnkvæmur skilningur á afstöðu mismunandi hópa sem dvelja í garðinum. Gott og skilvirkt samstarf skilar aðilum síauknum árangri og eflir þjóðgarðinn. Þannig fara hagsmunir allra saman.

Samstarf um náttúruvernd

Við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs var gerður samningur við Umhverfisstofnun. Í samningnum er kveðið á um að Vatnajökulsþjóðgarður annist rekstur nokkurra friðlýstra svæða utan þjóðgarðs. Síðan þá hafa nokkur þessara svæða sameinast þjóðgarðinum en þau sem samningurinn nær enn yfir eru: Lónsöræfi og Kringilsárrani.

Auk reksturs þessara svæða eru vestursvæði þjóðgarðsins og Umhverfisstofnun í samstarfi um landvörslu og upplýsingagjöf á suðurhálendinu og láglendi Skaftárhrepps. Landverðir beggja stofnana sinna sameiginlega upplýsingagjöf í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum og sinna reglubundinni vegalandvörslu á aðkomuleiðum inn á vestursvæði þjóðgarðsins og inn í Friðland að Fjallabaki. 

Þjóðgarðurinn á einnig í formlegu samstarfi við Fljótsdalshrepp um landvörslu við Hengifoss þrjá mánuði á ári.

Hörfandi jöklar

Verkefnið er samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, og unnið í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Jöklahóp Jarðvísindastofnunar Háskólans. Markmið verkefnisins, sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum, er að auka vitund fólks um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla á Íslandi sem og annars staðar á jörðinni. Hluti af verkefninu er fræðsluvefur sem er aðgengilegur á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs og í vinnslu eru fræðslustígar í Skaftafelli og á fleiri stöðum á suðursvæði þjóðgarðsins.

HÖRFANDI JÖKLAR FRÆÐSLUVEFUR

Vinir Vatnajökuls

Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin voru stofnuð þann 21. júní 2009. Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu innan þjóðgarðsins og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru hans og sögu. Samtökin veita árlega stuðning við kynningar- og fræðslumál Vatnajökulsþjóðgarðs sem er ómetanlegt fyrir starfið.

 

Af fleiri samstarfsverkefnum má nefna

 • Aðild að stjórn Nýheima þekkingarseturs á Hornafirði – samstarfsflötur fyrir fagstofnanir og aðila í héraði.
 • ASCENT, evrópskt samstarfsverkefni um þróun og eflingu fagþekkingar í náttúruvernd, styrkt af norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPA)  Á vegum þessa verkefnis hafa starfsmenn þjóðgarðsins sótt námskeið í stígagerð, grjóthleðslu og stýringu ferðamanna, bæði utan og innan landsteinana.
 • Áfangastaðaáætlanir (DMP).
 • Viljayfirlýsing með Landmælingum Íslands á sviði korta- og landupplýsingamála
 • Sett var upp hleðslustöð við Jökulsárlón í samstarfi við Orku náttúrunnar 
 • CINE – Tenging náttúru- og menningarminja í umhverfi Norðurslóða
 • CLIMATE – Verkefni styrkt af norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPA). Suðursvæði þjóðgarðsins ásamt Náttúrustofu Suðausturlands. 3 ára verkefni sem hófst 2017
 • Markaðsstofa Norðurlands: Norðurstrandarleið (Arctic Coast Way).
 • Safe travel
 • „Vinnuhópur um merkingar” starfaði á vegum Stjórnstöðvar ferðamála og kom Vatnajökulsþjóðgarður að þeirri vinnu auk aðila úr faginu
 • Samstarfshópur INR og UAR um eflingu fagþekkingar, hönnunar og samræmingar við uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum 
 • Vatnajökulsþjóðgarður er aðili að EUROPARC
 • Samstarf við Umhverfisstofnun og Þjóðgarðinn á Þingvöllum um ýmis tengd verkefni s.s. landvörslu, klæðnað, öryggisnámskeið, sjálfboðaliða, landvörslunámskeið ofl.
 • Samstarfi við Landgræðsluna varðandi ýmis mál og hýsing starfsmanns þeirra í Gljúfrastofu
 • Samstarf við Ferðafélag Íslands um mannvirki á hálendinu ofl.
 • Samstarf við Þjóðgarðstofnun Bandaríkjanna um fræðslu ofl.
 • Samstarf við Samtök ferðaþjónustunnar um ýmis málefni
 • Samstarf við þau sveitarfélög sem eiga lögsögu í þjóðgarðinum um ýmis verkefni
 • Samstarf við Rögnvald Ólafsson og Gyðu Þórhallsdóttur um talningar á ökutækjum og ferðamönnum í Vatnajökulsþjóðgarði

 

Sjálfboðaliðar

 

Þjóðgarðurinn nýtur á hverju ári starfskrafta hópa af sjálfboðaliðum á vegum Umhverfisstofnunar. Á árinu 2019 nam vinnuframlag þessa hóps alls X vikum.

Svæði

Fjöldi sjálfboðaliða og tími

Alls vikur

Suðursvæði: Höfn og Lónsöræfi

 

 

Suðursvæði: Skaftafell

Lúpínuverkefni: Ein vika samtals 6 sjálfboðaliðar

Viðgerðir á gönguleið S2 upp frá Bölta: tvisvar sinnum tvær vikur samtals 20 sjálfboðaliðar.

5,5

Austursvæði: Snæfell og Snæfellsstofa

 

 

Vestursvæði: Lakagígar, Eldgjá, Nýidalur og Tungnáröræfi

 

 

Norðursvæði hálendi

Stikun, hreinsun gönguleiða, skiltauppsetning og rakstur: 5 sjálfboðaliðar (28.07-03.08)

 1

Norðursvæði: Jökulsárgljúfur