Vatnajökulsþjóðgarður á mikið undir því að góð samskipti séu milli þeirra fjölmörgu sem njóta gæða hans. Forsenda þess er gagnkvæmur skilningur á afstöðu mismunandi hópa sem dvelja í garðinum. Gott og skilvirkt samstarf skilar aðilum síauknum árangri og eflir þjóðgarðinn. Þannig fara hagsmunir allra saman.
Við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs var gerður samningur við Umhverfisstofnun. Í samningnum er kveðið á um að Vatnajökulsþjóðgarður annist rekstur nokkurra friðlýstra svæða utan þjóðgarðs. Síðan þá hafa nokkur þessara svæða sameinast þjóðgarðinum en þau sem samningurinn nær enn yfir eru: Lónsöræfi og Kringilsárrani.
Auk reksturs þessara svæða eru vestursvæði þjóðgarðsins og Umhverfisstofnun í samstarfi um landvörslu og upplýsingagjöf á suðurhálendinu og láglendi Skaftárhrepps. Landverðir beggja stofnana sinna sameiginlega upplýsingagjöf í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum og sinna reglubundinni vegalandvörslu á aðkomuleiðum inn á vestursvæði þjóðgarðsins og inn í Friðland að Fjallabaki.
Þjóðgarðurinn á einnig í formlegu samstarfi við Fljótsdalshrepp um landvörslu við Hengifoss þrjá mánuði á ári.
Verkefnið er samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, og unnið í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands og Jöklahóp Jarðvísindastofnunar Háskólans. Markmið verkefnisins, sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum, er að auka vitund fólks um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla á Íslandi sem og annars staðar á jörðinni. Hluti af verkefninu er fræðsluvefur sem er aðgengilegur á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs og í vinnslu eru fræðslustígar í Skaftafelli og á fleiri stöðum á suðursvæði þjóðgarðsins.
Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin voru stofnuð þann 21. júní 2009. Markmið samtakanna er að afla fjár til að styrkja rannsóknir, kynningar- og fræðslu innan þjóðgarðsins og stuðla þannig að því að sem flestir geti notið náttúru hans og sögu. Samtökin veita árlega stuðning við kynningar- og fræðslumál Vatnajökulsþjóðgarðs sem er ómetanlegt fyrir starfið.
Þjóðgarðurinn nýtur á hverju ári starfskrafta hópa af sjálfboðaliðum á vegum Umhverfisstofnunar.
Svæði |
Fjöldi sjálfboðaliða og tími |
Alls vikur |
Suðursvæði: Höfn og Lónsöræfi |
3 vikur, á Jökulsárlóni. Grjótvinna, gerðu göngustíg upp á ölduna við bílastæði, steinþrep og afmörkun með staurum. |
3 |
Suðursvæði: Skaftafell |
Lúpínuverkefni: Ein vika samtals 6 sjálfboðaliðar Viðgerðir á gönguleið S2 upp frá Bölta: tvisvar sinnum tvær vikur samtals 20 sjálfboðaliðar. |
5,5 |
Austursvæði: Snæfell og Snæfellsstofa |
|
2 |
Vestursvæði: Lakagígar, Eldgjá, Nýidalur og Tungnáröræfi |
Þrír hópar (alls 15 manns). Laki: lagfæring á stígnum upp á Laka að vestan, mótaður nýr stígur milli bílastæðanna við Tjarnargíg og Stóragíg. Mosinn var nýttur til viðgerða á hjólförum. Á Skaftártunguafrétti: stikun vega, grafnir niður staurar fyrir vegvísa, unnið að endurbótum á gönguleiðum í Eldgjá og víðar. Nýidalur: unnið að afmörkun vegslóða, eyðingu lúpínu og nokkrum smærri verkefnum. |
3 |
Norðursvæði hálendi |
Stikun, hreinsun gönguleiða, skiltauppsetning og rakstur: 5 sjálfboðaliðar. |
1 |
Norðursvæði: Jökulsárgljúfur |
Endurbætur á göngustígnum um Fosshvamm við Dettifoss og við Katla í Hólmatungum. |
3 |