Mannauðsmál

Mannauðsmál voru áfram í forgrunni hjá Vatnajökulsþjóðgarði á árinu. Ráðinn var mannauðsstjóri í 50% starfshlutfalli til að hafa yfirumsjón með málaflokknum. Eitt af stærri verkefnum mannauðsstjóra á árinu var vinna við jafnlaunavottun í samvinnu við fleiri starfsmenn þjóðgarðsins. Einnig var unnið að samræmingu mannauðsferla og utanumhaldi upplýsinga og gagna sem snúa að mannauðsmálum.

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs kíkti í FlyOver Iceland á árshátíð sinni en fjölmargir staðir innan garðsins eru hluti af afþreyingu fyrirtækisins með leyfi frá þjóðgarðinum.

 

 

Auk mannauðsstjóra var á árinu ráðinn fræðslufulltrúi á aðalskrifstofu, umsjónarmaður fasteigna í Skaftafelli og yfirlandverðir í Skaftafelli og á Jökulsárlóni fastráðnir. Einnig var gengið frá ráðningu í stöðu mannvirkja- og gæðafulltrúa sem hóf störf í upphafi árs 2020.

Fjöldi heilsársstarfa var nokkurn veginn sá sami árið 2019 og árið á undan. Eins og áður var stærstur hluti starfsmanna lausráðinn til að sinna landvörslu og þjónustustörfum, einkum yfir sumartímann. Stór hluti lausráðinna starfsmanna snýr þó alltaf aftur til starfa í þjóðgarðinum en af 88 starfsmönnum með tímabundna ráðningu sumarið 2019 höfðu 59 þeirra einhvern tímann áður starfað hjá þjóðgarðinum.

Fastráðnir starfsmenn 

Agnes Brá Birgisdóttir

Elvar Ingþórsson

Erla Þórey Ólafsdóttir

Fanney Ásgeirsdóttir

Guðjón Benediktsson

Guðmundur Ögmundsson

Guðrún Jónsdóttir

Guðrún Stefanía V Ingólfsdóttir

Guðrún Svanhildur Stefánsdóttir

Helga Árnadóttir

Hlynur Þráinn Sigurjónsson

Hrafnhildur Ævarsdóttir

Ingibjörg Smáradóttir

Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir

Jóna Björk Jónsdóttir

Kári Kristjánsson

Kristín Sigríður Gunnarsdóttir

Magnús Guðmundsson

Páll Baldursson

Ragna Fanney Jóhannsdóttir

Ragnheiður Björgvinsdóttir

Sigrún Sigurgeirsdóttir

Sigurður Óskar Jónsson

Stefanía Ragnh. Ragnarsdóttir

Steinunn Hödd Harðardóttir

Valbjörn Steingrímsson