Framkvæmdir

Í ört stækkandi þjóðgarði, með síaukinn fjölda gesta, er stöðugt unnið að uppbyggingu innviða. Rík áhersla er á að skipta við aðila í heimabyggð þegar þess er kostur. Undirbúningur framkvæmda og stærri framkvæmdir árið 2019 voru eftirtaldar.

Framkvæmdir sem kláruðust

Hönnun og undirbúningur útboðs Gestastofu við Kirkjubæjarklaustur

Starfsmannaaðstaða við Jökulsárlón

Aðal- og deiliskipulagsbreyting við Jökulsárlón

Fræðslustígurinn Jarðfræðileikur við Skaftárstofu  var settur upp og opnaður

Viðgerðir voru unnar á gönguleiðum í Skaftafelli

Lagfæringar voru gerðar á salernisaðstöðu við Snæfell

Myndasýning við Jökulsárlón í samstarfi við Vini Vatnajökuls

Auk þessa liggur mikil vinna í gerð og uppsetningu skilta og ýmiskonar merkinga innan þjóðgarðsins

Framkvæmdir í vinnslu

Vatnajökulsþjóðgarður fékk úthlutað alls 273 milljónum úr innviðasjóði til framkvæmda en verkefni sem þjóðgarðurinn vinnur að og flytjast á milli ára eru skv. kostnaðaráætlun um 335 milljónir. Samanlagður áætlaður kostnaður vegna framkvæmda árið 2020 eru því rúmar 600 milljónir.

Framkvæmdir úr innviðasjóði deilast niður á svæði þjóðgarðsins en mestu umsvifin eru á norður- og suðursvæði. Á norðursvæði eru stærstu einstöku framkvæmdirnar þurrsalerni við Dettifoss ásamt bílastæði og göngu/hjólastíga við Ásbyrgi. Á suðursvæði eru stærstu einstöku framkvæmdirnar fráveitumannvirki í Skaftafelli og uppbygging innviða við Jökulsárlón.

Hönnun og undirbúningur útboðs vegna nýrrar gestastofu við Kirkjubæjarklaustur lauk í ársbyrjun 2020. Vonir standa til að útboð geti farið fram vorið 2020 og að framkvæmdir geti hafist sama ár.