Fræðsla

Fræðsla er hornsteinn náttúruverndar

Markmiðið með friðlýsingu Vatnajökuls og helstu áhrifasvæða hans sem þjóðgarðs er að vernda náttúru svæðisins s.s. landslag, lífríki og jarðmyndanir og menningarminjar þess. Auk þess að gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru svæðisins, menningar þess og sögu.

Í þjóðgarðinum skal veita fræðslu um náttúru og náttúruvernd, sögu, mannlíf og menningarminjar svæðisins og stuðla að rannsóknum til að efla þekkingu á þessum þáttum.

(Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð nr.608/2008)
Landvörður veitir upplýsingar við landvörslustöð í Drekagili rétt hjá Öskju.

Markmið fræðslustarfs í þjóðgarðinum eru meðal annars

  • stuðla að náttúruvernd og bættri umgengni gesta
  •  auka þekkingu, skilning og virðingu gesta á náttúrunni, sögu garðsins, samspili manns og náttúru og gagnkvæmum áhrifum þeirra
  • mynda og styrkja tengsl milli gesta þjóðgarðsins, náttúru hans og sögu
  • stuðla að góðum tengslum nærsamfélags og þjóðgarðs
  •  stuðla að og auka öryggi gesta

 

Unnið er að ofantöldum markmiðum á fjölbreyttan hátt innan þjóðgarðsins. Meginstoðirnar eru annars vegar fræðsludagskrá landvarða, vegalandvarsla á hálendinu og almenn upplýsingagjöf í gestastofum þjóðgarðsins, sem miða að fræðslu og auknu öryggi gesta. Hins vegar er áhersla lögð á fræðsluerindi og kynningar fyrir hópa, tengsl við nærsamfélagið og gott samstarf við skóla, enda mynda skólaheimsóknir mikilvæg tengsl við samfélagið og eru góð leið til að uppfylla markmið þjóðgarðsins, um fræðslu, verndun, tengslamyndun og byggðaþróun.

 

Fræðsludagskrá landvarða

Yfir háannatíma sumarsins bjóða landverðir upp á reglubundnar fræðslugöngur og viðburði, víðsvegar um þjóðgarðinn, gestum að kostnaðarlausu. Að auki eru haldnir stakir viðburðir með ólík þemu sem tengjast gjarnan sögu og/eða lífríki viðkomandi starfsstöðvar. Fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs 2018 var eftirfarandi:

Skipulögð fræðsludagskrá landvarða

 

Svæði Staðsetning Fjöldi viðburða Fjöldi þátttakenda Nýting viðburða
Jökulsárgljúfur Ásbyrgi – Botnsrölt 37 438 100%
  Ásbyrgi – Kvöldrölt 28 174 68%
  Ásbyrgi – Barnastund 41 255 78%
  Hljóðaklettar 24 128 100%
Norðursvæði-hálendi Holuhraun 35 162 77%
  Askja 35 326 91%
Austursvæði Snæfellsstofa - Hengifoss 1 5 50%
  Snæfellsstofa - Barnastund 14 62 27%
  Kverkfjöll - dagleg ganga 27 277 77%
  Hvannalindir - dagleg ganga 21 66 60%
  Snæfell - dagleg ganga 10 53 29%
Suðursvæði Skaftafell 0 0 0
Vestursvæði Lakagígar 26 274 93%
  Eldgjá 8 25 46%
  Nýidalur 3 14 12%
  Samtals 310 2259  

 

Stakir viðburðir

 

Svæði

Staðsetning 

Fjöldi viðburða  

Fjöldi þátttakenda  

Nýting viðburða 

Jökulsárgljúfur 

Vesturd. – Páll og heiðarbýlið 

1 

32 

100% 

 

Gljúfrastofa  Fálkinn og rjúpan 

1 

14 

100% 

 

Söngrölt í Ásbyrgi 

1 

35 

100% 

 

Theódór frá Bjarmalandi 

1 

45 

100% 

Norðursvæði-hálendi 

Knebelsganga 

1  

3  

100 % 

 

Alþjóðadagur-landvarðaspjall 

1 

20 

100% 

 

Geimfaraganga 

1 

44 

100% 

 

Herðubreiðarlindir 

1 

19 

100% 

Vestursvæði 

Lakagígar - með landvörðum í Laka 

1 

97 

100% 

 

Skaftárstofa - ratleikur fyrir Kirkjubæjarskóla 

1 

30 

100% 

Austursvæði 

Snæfell-8.b. Egilsstaðaskóla 

1 

45 

100% 

 

Hreindýraganga - Fljótsdalsdagur 

1 

35 

100% 

  

Samtals 

13 

157 

 

Landvörður leiðir stóran hóp í fræðslugöngu á Laka.

Móttaka hópa í gestastofum og á starfsstöðvum

Nokkur mismunur er á þessum þætti starfseminnar eftir svæðum, sem helgast af staðbundnum aðstæðum og áherslum. Þannig er langmest um móttöku og kynningar fyrir hópa í Snæfellsstofu en þangað komu 308 hópar og þar af fengu 99 hópar kynningu frá landverði. Hóparnir eru fjölbreyttir en margir tengjast ferðum Norrænu á haustin og vorin. Skólahópar koma af öllum skólastigum bæði hérlendis og erlendis frá. Auk þessa kemur 8. bekkur Egilsstaðaskóla árlega í Snæfell, þar sem hópurinn fer í nokkurra tíma fræðslugöngu með landverði.

 

  • Á Höfn var alls tekið á móti eða farið í heimsóknir til 15 hópa og heildarfjöldi um 230 manns. Um var að ræða grunnskólanemendur, nemendur í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, þátttöku í barnastarfi Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar, móttöku háskólahópa og formlegar móttökur ferðamanna.
  • Í Skaftafelli er ár hvert tekið á móti skólahópum af nærsvæðinu. Nemendur úr grunnskólanum í Hofgarði koma vor og haust í heimsókn og reglulega koma nemendur úr Grunnskóla Hornafjarðar. Þar var einnig tekið á móti öðrum hópum, svo sem frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands og Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
  • Í Skaftárstofu, á Kirkjubæjarklaustri, var einnig tekið á móti nokkrum hópum, með formlegri kynningu, m.a. umhverfis- og auðlindafræðinemum.
  • Nemendur úr Öxafjarðarskóla og Borgarhólsskóla á Húsavík voru á meðal íslenskra grunnskólanema sem heimsóttu Ásbyrgi og Gljúfrastofu. Meðal annarra skólahópa sem voru á ferðinni má nefna hóp nemenda í leiðsögunámi við Símenntun Háskólans á Akureyri og nemendur við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna. Einnig komu nokkrir erlendir skólahópar, aðallega í febrúar og október.

 

 Annasamur dagur í Gljúfrastofu, gestastofu þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum.

 

Vegalandvarsla

Vegalandvarsla er grunnþáttur í starfi landvarða á hálendinu

Landverðir staðsetja sig á heppilegum stöðum t.d. við þjóðgarðsmörk eða fjölfarin gatnamót og ná tali af öllum gestum sem fara hjá. Þeir bjóða gesti velkomna í Vatnajökulsþjóðgarð, veita upplýsingar um svæðið og fræðsludagskrá, leiðbeina um öryggisatriði eins og akstur yfir óbrúaðar ár, kynna reglur varðandi utanvegaakstur og svara spurningum ferðamanna. Vegalandvarsla hefur þannig ótvírætt forvarnargildi og hefur sannað sig á þeim svæðum sem hún er virk. Um leið og gestir upplifa hlýjar móttökur og öryggistilfinningu, felur samtalið í sér leiðbeiningar sem stuðla að öruggari og ábyrgari ferðahegðun gesta.

 

Útgáfa

 

              

 

Þjóðgarðurinn gefur út kynningarbækling um Vatnajökulsþjóðgarð og svæðisbundna gönguleiðarbæklinga, auk reglubundinna upplýsinga um gestakomur í garðinn.  Á árinu kom t.a.m. út endurnýjaður gönguleiðabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur, þar sem áhersla var lögð á stærri og læsilegri kort en áður. Verkefnið Hörfandi jöklar - lifandi kennslustofa í loftlagsbreytingum gaf út fræðslubækling og einnig fréttabréf með yfirlit um stöðu íslenskra jökla í lok árs 2018.

Einnig má nefna fréttabréf vestursvæðis sem gefið var út og dreift á heimili á svæðinu til að veita upplýsingar um starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs á vestursvæði og vekja athygli á starfinu fram undan og svo árskýrslur vestur- og norðursvæðis.

 

Fréttir og samfélagsmiðlar

Vatnajökulsþjóðgarður hefur ávallt gefið út reglulegar fréttir á heimasíðu og samfélagsmiðlum þjóðgarðsins. Árið 2018 gaf þjóðgarðurinn út 40 fréttir og má lesa þær allar hér á síðunni. Einnig heldur þjóðgarðurinn úti fjölmörgum samfélagsmiðlasíðum sem við hvetjum alla til að fylgja til að fá t.d. tilkynningar um viðburði og fallegar myndir. Yfirlit yfir þær er að finna hér:

Facebook